Á réttri leið? Þorsteinn Pálsson skrifar 11. desember 2010 05:00 Tvö ár eru nú frá því að samstarfsáætlunin með AGS um endurreisn efnahagslífsins eftir hrun krónunnar og fall bankanna var undirrituð af fyrri ríkisstjórn. Hvernig miðar? Erum við á réttri leið? Eða stefnum við í öfuga átt? Svörin við þessum spurningum eru ekki alveg einföld. Fjármálaráðherrann sem hefur forystu fyrir ríkisstjórnarflokkunum virðist sannfærður. Hans boðskapur er: Það miðar að sönnu afar hægt en í rétta átt. Hvað hefur hann fyrir sér í því? Samstarfsáætlunin byggir alfarið á rótgrónum íhaldsúrræðum. Fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að hafa fallist á að taka þessa áætlun í arf frá Sjálfstæðisflokknum því enginn hefur í orði kveðnu talað meir gegn íhaldsúrræðum en hann, nema ef vera skyldi forsætisráðherra. Þó að útfærsla skattabreytinga sé gagnrýniverð fyrir að vinna gegn verðmætasköpun hefur fjármálaráðherra þó tekist fram til þessa að ná þeim áfangamarkmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn og AGS sömdu um í ríkisfjármálum. Aukheldur bendir fjármálaráðherra á þetta: Að vænta má lítilsháttar vaxtar í landsframleiðslu. Að verðbólga er því sem næst komin niður að settu marki og vextir hafa að sama skapi lækkað verulega. Og nú hefur ríkisstjórnin loks meirihluta í eigin þingliði fyrir nýjum Icesavesamningi. Til þess að gera raunsætt mat þarf hins vegar að horfa á viðfangsefnin frá víðara sjónarhorni.Eða í öfuga átt? Heildarmyndin lítur öðru vísi út. Áætlun AGS um hagvöxt hefur ekki gengið eftir. Hitt er enn verra að allar spár fyrir næstu þrjú ár benda til að lítilsháttar vöxtur verði fyrst og fremst borinn uppi af einkaneyslu. Framlag utanríkisviðskipta verður lítið. Við munum því lifa á lánum en ekki verðmætasköpun. Eftir reynslu sögunnar endar slíkt aðeins á einn veg. Krónan er með öðrum orðum ekki að skila þeim hagvexti sem margir ætluðu. Það ræðst meðal annars af rangri skattapólitík, óvissu í sjávarútvegsmálum, pólitískum óstöðugleika, andstöðu við auðlindanýtingu og erlenda fjárfestingu og pólitískum vanmætti til að móta framtíðarstefnu í peningamálum. Þá bendir margt til að forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár séu veikari en í ár. Þar að auki er augljóst að vinstri armur VG er í reynd andvígur þeim íhaldsúrræðum í ríkisfjármálum sem efnahagsáætlunin byggir á. Þegar horft er á mótmæli opinberra starfsmanna sem birtist í daglegum auglýsingum er ósennilegt að ríkisstjórnin hafi lengur nægan stuðning í eigin liði til að fylgja ríkisfjármálamarkmiðunum eftir og enn síður að ljúka næsta áfanga. Fyrirheit um afnám gjaldeyrishafta eru tálvon. Það heftir nýsköpun og vöxt. Hættan á atgervisflótta fer um leið vaxandi. Vinnumarkaðurinn treystir ekki lengur mestu vinstristjórn sögunnar. Láti almenni vinnumarkaðurinn opinbera starfsmenn fara á undan í kjaraviðræðum í vetur verður ríkisstjórnin ein í varnarstöðunni í stað þess að standa í skjóli atvinnurekenda. Það eykur hættuna á að kjarasamningar fari úr böndunum. Þá blasa við innflutningshöf og kreppan fer að bíta af alvöru. Hagvöxtur sem byggir á lántökum og neyslu en ekki framleiðslu er leið til nýrrar kreppu. Niðurstaðan er þessi: Í besta falli eru jafnar líkur á að við stefnum fram á við á hraða snigilsins sem hinu að við séum á leið aftur á bak til nýrrar kreppu.Áhættuspil Pólitíska hættan í stöðunni er sú að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna gleðjist svo yfir því sem sjá má frá þröngu sjónarhorni í stöðumatinu að þeir telji sjálfum sér trú um að unnt sé að endurreisa Ísland án breiðrar samstöðu í pólitík og á vinnumarkaði. Það er áhættuleikur. Spurningin er sú hvort þjóðin er sátt við að lífshagsmunir hennar ráðist í slíku pólitísku áhættuspili. Skoðanakannanir benda að vísu til að svo sé. Vera má að það stafi af þeirri einföldu ástæðu að hún hafi ekki verið upplýst um þá áhættu sem felst í þessari stöðu. Ofris krónunnar og ofvöxt bankanna má að miklu leyti rekja til sjálfsblekkingar. Þó að ábyrgð manna sé ærið misjöfn í þeim efnum var sjálfsblekkingin eigi að síður almenn. Þegar nú er komið að því að vinna þjóðina út úr erfiðleikunum þurfa allir að horfast í augu við raunveruleikann, bæði stjórnmálamenn og almenningur. Stundum vinna menn í lottóinu. Þannig er mögulegt að komist verði hjá nýju hruni þó að haldið verði áfram á óbreyttum pólitískum forsendum. Breið pólitísk samstaða eykur á hinn bóginn möguleikana á að þjóðin rati eftir framfarabraut til móts við framtíðina. Stjórnarflokkarnir höfnuðu tilboði Sjálfstæðisflokksins þar um fyrir skömmu. Slík afstaða byggir á miklu sjálfsöryggi. En er sú sjálfsímynd áhættunnar virði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tvö ár eru nú frá því að samstarfsáætlunin með AGS um endurreisn efnahagslífsins eftir hrun krónunnar og fall bankanna var undirrituð af fyrri ríkisstjórn. Hvernig miðar? Erum við á réttri leið? Eða stefnum við í öfuga átt? Svörin við þessum spurningum eru ekki alveg einföld. Fjármálaráðherrann sem hefur forystu fyrir ríkisstjórnarflokkunum virðist sannfærður. Hans boðskapur er: Það miðar að sönnu afar hægt en í rétta átt. Hvað hefur hann fyrir sér í því? Samstarfsáætlunin byggir alfarið á rótgrónum íhaldsúrræðum. Fjármálaráðherra á hrós skilið fyrir að hafa fallist á að taka þessa áætlun í arf frá Sjálfstæðisflokknum því enginn hefur í orði kveðnu talað meir gegn íhaldsúrræðum en hann, nema ef vera skyldi forsætisráðherra. Þó að útfærsla skattabreytinga sé gagnrýniverð fyrir að vinna gegn verðmætasköpun hefur fjármálaráðherra þó tekist fram til þessa að ná þeim áfangamarkmiðum sem Sjálfstæðisflokkurinn og AGS sömdu um í ríkisfjármálum. Aukheldur bendir fjármálaráðherra á þetta: Að vænta má lítilsháttar vaxtar í landsframleiðslu. Að verðbólga er því sem næst komin niður að settu marki og vextir hafa að sama skapi lækkað verulega. Og nú hefur ríkisstjórnin loks meirihluta í eigin þingliði fyrir nýjum Icesavesamningi. Til þess að gera raunsætt mat þarf hins vegar að horfa á viðfangsefnin frá víðara sjónarhorni.Eða í öfuga átt? Heildarmyndin lítur öðru vísi út. Áætlun AGS um hagvöxt hefur ekki gengið eftir. Hitt er enn verra að allar spár fyrir næstu þrjú ár benda til að lítilsháttar vöxtur verði fyrst og fremst borinn uppi af einkaneyslu. Framlag utanríkisviðskipta verður lítið. Við munum því lifa á lánum en ekki verðmætasköpun. Eftir reynslu sögunnar endar slíkt aðeins á einn veg. Krónan er með öðrum orðum ekki að skila þeim hagvexti sem margir ætluðu. Það ræðst meðal annars af rangri skattapólitík, óvissu í sjávarútvegsmálum, pólitískum óstöðugleika, andstöðu við auðlindanýtingu og erlenda fjárfestingu og pólitískum vanmætti til að móta framtíðarstefnu í peningamálum. Þá bendir margt til að forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár séu veikari en í ár. Þar að auki er augljóst að vinstri armur VG er í reynd andvígur þeim íhaldsúrræðum í ríkisfjármálum sem efnahagsáætlunin byggir á. Þegar horft er á mótmæli opinberra starfsmanna sem birtist í daglegum auglýsingum er ósennilegt að ríkisstjórnin hafi lengur nægan stuðning í eigin liði til að fylgja ríkisfjármálamarkmiðunum eftir og enn síður að ljúka næsta áfanga. Fyrirheit um afnám gjaldeyrishafta eru tálvon. Það heftir nýsköpun og vöxt. Hættan á atgervisflótta fer um leið vaxandi. Vinnumarkaðurinn treystir ekki lengur mestu vinstristjórn sögunnar. Láti almenni vinnumarkaðurinn opinbera starfsmenn fara á undan í kjaraviðræðum í vetur verður ríkisstjórnin ein í varnarstöðunni í stað þess að standa í skjóli atvinnurekenda. Það eykur hættuna á að kjarasamningar fari úr böndunum. Þá blasa við innflutningshöf og kreppan fer að bíta af alvöru. Hagvöxtur sem byggir á lántökum og neyslu en ekki framleiðslu er leið til nýrrar kreppu. Niðurstaðan er þessi: Í besta falli eru jafnar líkur á að við stefnum fram á við á hraða snigilsins sem hinu að við séum á leið aftur á bak til nýrrar kreppu.Áhættuspil Pólitíska hættan í stöðunni er sú að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna gleðjist svo yfir því sem sjá má frá þröngu sjónarhorni í stöðumatinu að þeir telji sjálfum sér trú um að unnt sé að endurreisa Ísland án breiðrar samstöðu í pólitík og á vinnumarkaði. Það er áhættuleikur. Spurningin er sú hvort þjóðin er sátt við að lífshagsmunir hennar ráðist í slíku pólitísku áhættuspili. Skoðanakannanir benda að vísu til að svo sé. Vera má að það stafi af þeirri einföldu ástæðu að hún hafi ekki verið upplýst um þá áhættu sem felst í þessari stöðu. Ofris krónunnar og ofvöxt bankanna má að miklu leyti rekja til sjálfsblekkingar. Þó að ábyrgð manna sé ærið misjöfn í þeim efnum var sjálfsblekkingin eigi að síður almenn. Þegar nú er komið að því að vinna þjóðina út úr erfiðleikunum þurfa allir að horfast í augu við raunveruleikann, bæði stjórnmálamenn og almenningur. Stundum vinna menn í lottóinu. Þannig er mögulegt að komist verði hjá nýju hruni þó að haldið verði áfram á óbreyttum pólitískum forsendum. Breið pólitísk samstaða eykur á hinn bóginn möguleikana á að þjóðin rati eftir framfarabraut til móts við framtíðina. Stjórnarflokkarnir höfnuðu tilboði Sjálfstæðisflokksins þar um fyrir skömmu. Slík afstaða byggir á miklu sjálfsöryggi. En er sú sjálfsímynd áhættunnar virði?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun