Lífið

Útvarpsmaður fékk vatnsgusu yfir sig í beinni

Zúúber-gengið eftir vatnsslaginn í morgun.
Zúúber-gengið eftir vatnsslaginn í morgun.

Starfsmenn útvarpsstöðvarinnar FM957 áttu ljúfsára stund í morgun þegar útvarpsmaðurinn Gassi sagði skilið við morgunþáttinn Zúúber eftir margra ára gott starf.

Gassi ætlar að einbeita sér að ljósmyndastúdíói sínu og starfi með bróður sínum, Jóni Axeli Ólafssyni, sem hefur verið í mikilli sókn með Andrés Önd hjá Eddu útgáfu. Útvarpsfólkið Sigga Lund og Svali verða áfram með Zúúber á sinni könnu og vakna áfram með hlustendum FM957 klukkan sjö á morgnana.

Síðasta Zúúber-þætti Gassa lauk með því að Sigga hellti yfir hann fullri könnu af vatni. Að sjálfsögðu svaraði Gassi í sömu mynt. Þetta var því blautur endir á skrautlegu samstarfi þeirra frændsystkina.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×