Vilja „frekjurnar“ bara ná völdum? Margrét Kristmannsdóttir skrifar 10. febrúar 2010 06:00 Ýmsir málaflokkar hafa yfir sér neikvæðan blæ og eru jafnréttismálin þar á meðal. Sjálft orðið „jafnrétti" mun fá marga lesendur þessa leiðara til að fletta strax yfir á næstu opnu enda jafnréttismál „hundleiðinleg og ekki þeirra vandamál" - en í því felst einmitt stór vandi. Illu heilli hafa jafnréttismálin verið gerð að kvennamálum og það sem verra er að kynjunum hefur oftast verið stillt upp hvort á móti öðru - að til þess að konur njóti jafnréttis verði karlar að glata einhverju af sínum rétti. Þau hafa verið sett í þann farveg að kynin séu að takast á um takmarkaða auðlind þar sem baráttan snýst um að gefa ekki eftir því þá ertu að tapa. En ef hægt er að færa umræðuna á hærra plan, eins og Nóbelskáldið sagði eitt sinn, og horfa á jafnréttismálin á þann hátt að þau gagnist báðum kynjum - að þau „stækki kökuna" - þá verður það kannski til þess að jafnréttismál verða mál allra. Í dag þykir okkur oft broslegt að rifja upp helstu áfanga í jafnréttisbaráttunni eins sjálfsagðir og þeir þykja. Hins vegar þurfti að berjast fyrir hverjum og einum þeirra og kostaði oft miklar fórnir. Eftir 20-30 ár munu þau jafnréttismál sem barist er fyrir í dag þykja jafn brosleg og eins sjálfsögð og þau munu þykja þá. Það er einfaldlega skylda hverrar kynslóðar að þoka málum áfram, að taka við keflinu frá fyrri kynslóðum og leggja sitt af mörkum fyrir komandi kynslóðir. Þau mál sem helst standa út af borðinu í dag eru launajafnrétti og að hlutfall kvenna í stjórnmálum og forystusveit atvinnulífsins verði aukið. Að dætrum okkar verði greidd sömu laun og sonum okkar og að þær eigi jafnan rétt á frama í stjórnmálum og við stjórnun fyrirtækja. Um þessi mál ætti að vera hægt að ná breiðri samstöðu enda vandfundinn sá einstaklingur sem getur horfst í augu við þau er erfa skulu landið og sagt annað en að þetta sé sanngjörn krafa. Á þetta hefur viðskiptalífið komið auga á og í dag stendur það fyrir ráðstefnu þar sem kynntur verður samstarfssamningur helstu hagsmunasamtaka viðskiptalífsins, sem hefur það að markmiði að fjölga konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs þannig að hvor hlutur kyns verði ekki undir 40% fyrir árslok 2013. Er þessi samningur gerður með stuðningi allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi áfangi náðist þegar konur og karlar báru gæfu til að snúa bökum saman en stilla sér ekki upp sem andstæðum pólum. Frú Vigdís Finnbogadóttir sagði í ræðu eitt sinn er jafnréttismálin voru til umræðu að „aðeins með vináttu vinnum við karlana á okkar band og gerum um leið jafnréttismál að máli þjóðarinnar allrar". Í dag eigum við konur í íslensku viðskiptalífi marga bandamenn - marga vini úr röðum karlkyns forystumanna sem telja rétt að fjölga konum við stjórnun fyrirtækja enda allar rannsóknir sem sýna að það sé skynsamlegt - að það muni stækka kökuna okkur öllum til góðs. Það er nefnilega gamaldags hugsunarháttur að halda að þetta snúist um eitthvað annað! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Ýmsir málaflokkar hafa yfir sér neikvæðan blæ og eru jafnréttismálin þar á meðal. Sjálft orðið „jafnrétti" mun fá marga lesendur þessa leiðara til að fletta strax yfir á næstu opnu enda jafnréttismál „hundleiðinleg og ekki þeirra vandamál" - en í því felst einmitt stór vandi. Illu heilli hafa jafnréttismálin verið gerð að kvennamálum og það sem verra er að kynjunum hefur oftast verið stillt upp hvort á móti öðru - að til þess að konur njóti jafnréttis verði karlar að glata einhverju af sínum rétti. Þau hafa verið sett í þann farveg að kynin séu að takast á um takmarkaða auðlind þar sem baráttan snýst um að gefa ekki eftir því þá ertu að tapa. En ef hægt er að færa umræðuna á hærra plan, eins og Nóbelskáldið sagði eitt sinn, og horfa á jafnréttismálin á þann hátt að þau gagnist báðum kynjum - að þau „stækki kökuna" - þá verður það kannski til þess að jafnréttismál verða mál allra. Í dag þykir okkur oft broslegt að rifja upp helstu áfanga í jafnréttisbaráttunni eins sjálfsagðir og þeir þykja. Hins vegar þurfti að berjast fyrir hverjum og einum þeirra og kostaði oft miklar fórnir. Eftir 20-30 ár munu þau jafnréttismál sem barist er fyrir í dag þykja jafn brosleg og eins sjálfsögð og þau munu þykja þá. Það er einfaldlega skylda hverrar kynslóðar að þoka málum áfram, að taka við keflinu frá fyrri kynslóðum og leggja sitt af mörkum fyrir komandi kynslóðir. Þau mál sem helst standa út af borðinu í dag eru launajafnrétti og að hlutfall kvenna í stjórnmálum og forystusveit atvinnulífsins verði aukið. Að dætrum okkar verði greidd sömu laun og sonum okkar og að þær eigi jafnan rétt á frama í stjórnmálum og við stjórnun fyrirtækja. Um þessi mál ætti að vera hægt að ná breiðri samstöðu enda vandfundinn sá einstaklingur sem getur horfst í augu við þau er erfa skulu landið og sagt annað en að þetta sé sanngjörn krafa. Á þetta hefur viðskiptalífið komið auga á og í dag stendur það fyrir ráðstefnu þar sem kynntur verður samstarfssamningur helstu hagsmunasamtaka viðskiptalífsins, sem hefur það að markmiði að fjölga konum í forystusveit íslensks viðskiptalífs þannig að hvor hlutur kyns verði ekki undir 40% fyrir árslok 2013. Er þessi samningur gerður með stuðningi allra stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi. Þessi áfangi náðist þegar konur og karlar báru gæfu til að snúa bökum saman en stilla sér ekki upp sem andstæðum pólum. Frú Vigdís Finnbogadóttir sagði í ræðu eitt sinn er jafnréttismálin voru til umræðu að „aðeins með vináttu vinnum við karlana á okkar band og gerum um leið jafnréttismál að máli þjóðarinnar allrar". Í dag eigum við konur í íslensku viðskiptalífi marga bandamenn - marga vini úr röðum karlkyns forystumanna sem telja rétt að fjölga konum við stjórnun fyrirtækja enda allar rannsóknir sem sýna að það sé skynsamlegt - að það muni stækka kökuna okkur öllum til góðs. Það er nefnilega gamaldags hugsunarháttur að halda að þetta snúist um eitthvað annað!
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun