Ólafur Þ. Stephensen: Réttvísin hefur sinn gang 8. maí 2010 07:30 Handtaka tveggja af fyrrverandi forsvarsmönnum Kaupþings og úrskurður héraðsdóms um gæzluvarðhald yfir þeim markar nokkur tímamót í rannsókn sérstaks saksóknara á bankahruninu. Viðbrögð margra hafa verið ánægja með að saksóknarinn og hans lið sé að vinna vinnuna sína; loksins sjáist einhver merki um að lögum verði komið yfir þá sem báru ábyrgð á hruninu. Þó eru atburðir síðustu tveggja daga ekki annað en sýnilegur hluti gífurlega umfangsmikillar rannsóknar embættis sérstaks saksóknara. Það að tveir grunaðir menn skuli dæmdir í gæzluvarðhald sýnir að brotin, sem þeir eru grunaðir um, eru alvarleg en gefur samt ekki endilega vísbendingu um að þeir verði sakfelldir þegar upp verður staðið. Ýmis dæmi eru um að menn, sem hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald, hafa ekki hlotið dóm. Um leið er frekar langsótt að saka saksóknara eða dómstóla um að setja á svið eitthvert leikrit til að þóknast fjölmiðlum og almenningsálitinu með því að handtaka menn og úrskurða í gæzluvarðhald. Í því andrúmslofti, sem nú ríkir í samfélaginu, eru saksóknarinn og dómararnir vissulega undir þrýstingi um að ná fram sakfellingum gagnvart bankamönnum, og margir eru sjálfsagt reiðubúnir að áfellast þá fyrir aumingjaskap ef það gengur ekki hratt og vel. Þeir hljóta hins vegar jafnframt að vera rækilega meðvitaðir um að einhvern daginn fellir sagan annan og yfirvegaðri dóm yfir vinnubrögðum þeirra. Það er því ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að reglum réttarríkisins sé fylgt til hins ýtrasta. Seint verður ítrekað nógu oft að menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Handtaka, gæzluvarðhald eða ákæra er ekki endanlegur dómur. Þeir, sem finna nú til léttis yfir því að einhver skuli loksins vera handtekinn, verða líka að búa sig undir að verða fyrir vonbrigðum ef til dæmis kröfu um gæzluvarðhald er hafnað eða dómstólar sýkna ákærða bankamenn þegar fram líða stundir. Það er þá ekki endilega til merkis um að dómskerfið hafi brugðizt; það getur líka sýnt fram á að réttarríkið virki og menn séu ekki sakfelldir án nægra sannana. Flest bendir hins vegar til að alvarleg afbrot hafi verið framin í aðdraganda falls bankanna. Einmitt til þess að þeir fái refsingu, sem eiga hana skilda og enginn sem ekki hefur brotið af sér verði ranglega sakfelldur, er nauðsynlegt að rannsókn hinna gífurlega umfangsmiklu hrunsmála verði eins ýtarleg og vönduð og mögulega er unnt. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að fjölga þurfi starfsmönnum hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið telur sig þurfa tugi starfsmanna til viðbótar. Þrír ráðuneytisstjórar meta nú hvernig á að bregðast við. Ef fjölga þarf starfsfólki hjá sérstökum saksóknara til að unnt sé að rannsaka allan grun um afbrot í banka- og fjármálakerfinu á að gera það sem fyrst, til þess að réttvísin hafi sinn gang. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Handtaka tveggja af fyrrverandi forsvarsmönnum Kaupþings og úrskurður héraðsdóms um gæzluvarðhald yfir þeim markar nokkur tímamót í rannsókn sérstaks saksóknara á bankahruninu. Viðbrögð margra hafa verið ánægja með að saksóknarinn og hans lið sé að vinna vinnuna sína; loksins sjáist einhver merki um að lögum verði komið yfir þá sem báru ábyrgð á hruninu. Þó eru atburðir síðustu tveggja daga ekki annað en sýnilegur hluti gífurlega umfangsmikillar rannsóknar embættis sérstaks saksóknara. Það að tveir grunaðir menn skuli dæmdir í gæzluvarðhald sýnir að brotin, sem þeir eru grunaðir um, eru alvarleg en gefur samt ekki endilega vísbendingu um að þeir verði sakfelldir þegar upp verður staðið. Ýmis dæmi eru um að menn, sem hafa verið úrskurðaðir í gæzluvarðhald, hafa ekki hlotið dóm. Um leið er frekar langsótt að saka saksóknara eða dómstóla um að setja á svið eitthvert leikrit til að þóknast fjölmiðlum og almenningsálitinu með því að handtaka menn og úrskurða í gæzluvarðhald. Í því andrúmslofti, sem nú ríkir í samfélaginu, eru saksóknarinn og dómararnir vissulega undir þrýstingi um að ná fram sakfellingum gagnvart bankamönnum, og margir eru sjálfsagt reiðubúnir að áfellast þá fyrir aumingjaskap ef það gengur ekki hratt og vel. Þeir hljóta hins vegar jafnframt að vera rækilega meðvitaðir um að einhvern daginn fellir sagan annan og yfirvegaðri dóm yfir vinnubrögðum þeirra. Það er því ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að reglum réttarríkisins sé fylgt til hins ýtrasta. Seint verður ítrekað nógu oft að menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Handtaka, gæzluvarðhald eða ákæra er ekki endanlegur dómur. Þeir, sem finna nú til léttis yfir því að einhver skuli loksins vera handtekinn, verða líka að búa sig undir að verða fyrir vonbrigðum ef til dæmis kröfu um gæzluvarðhald er hafnað eða dómstólar sýkna ákærða bankamenn þegar fram líða stundir. Það er þá ekki endilega til merkis um að dómskerfið hafi brugðizt; það getur líka sýnt fram á að réttarríkið virki og menn séu ekki sakfelldir án nægra sannana. Flest bendir hins vegar til að alvarleg afbrot hafi verið framin í aðdraganda falls bankanna. Einmitt til þess að þeir fái refsingu, sem eiga hana skilda og enginn sem ekki hefur brotið af sér verði ranglega sakfelldur, er nauðsynlegt að rannsókn hinna gífurlega umfangsmiklu hrunsmála verði eins ýtarleg og vönduð og mögulega er unnt. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að fjölga þurfi starfsmönnum hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið telur sig þurfa tugi starfsmanna til viðbótar. Þrír ráðuneytisstjórar meta nú hvernig á að bregðast við. Ef fjölga þarf starfsfólki hjá sérstökum saksóknara til að unnt sé að rannsaka allan grun um afbrot í banka- og fjármálakerfinu á að gera það sem fyrst, til þess að réttvísin hafi sinn gang.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun