Vettel hræðist ekki veðurspánna 17. apríl 2010 08:09 Sebastian Vettel ók listavel í tímatökunni í Sjanghæ í dag á Red Bull. Mynd: Getty Images Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag. Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Sebasstian Vettel var að vonum sáttur við að ná besta tíma í tímatökum í þriðja mótinu af fjórum í Formúlu 1 í Sjanghæ í morgun. "Þetta var erfitt í dag. Ég var ekkert sérlega ánægður í gær og Mark var fljótari en ég á æfingu í morgun. Við breyttum bílnum og ég stillti bílnum upp svipað og Mark haffði gert. Ég náði svo tveimur mjög góðum hringjum í lokaumferð tímatökunnar. Seinni hringurinn var frábær og fjórði ráspólinn staðreynd fyrir Red Bull í röð. Við erum búnir að sanna að við erum góðir á öllum gerðum brauta, alltaf á toppnum", sagði Vettel á blaðamannafundi eftir tímatökuna. Vettel hafði verið i basli með bílinn, en naut góðs af uppstillingu Mark Webbers, sem náði svo öðru sæti á eftir Vettel í tímatökunni. Sterk liðsheild þarna á ferð og góð samvinna liðsfélaga í öndvegi. "Ég vil þakka tæknimönnum mínum sérstaklega fyrir. Þeir hafa ekki fengið hádegismat, þar sem við þurftum að breyta bílnum talsvert á milli lokaæfingarinnar og tímatökunnar." "Ég held að það rigni á morgun og það verður bara spurning um hvenær, ekki hvort. Svipað og í tveimur síðustu mótum, en við hræðumst ekki rigninguna en veðurspáin er ekki björt. Bara spurning hvort það verður blautt alla keppnina eður ei. Ef það rignir er best að vera fremstur á ráslínu og með besta útsýnið. Hvort sem það verður blautt eða þurrt, þá erum við vel í stakk búnir", sagði Vettel. Bein útsending frá kappakstrinum er á Stöð 2 Sport kl. 06.30 á sunnudag.
Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira