Afneitun Sverrir Jakobsson skrifar 9. febrúar 2010 06:00 Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimsstyrjöldinni 1918 varð til „rýtingsstungugoðsögnin". Í henni fólst að stjórnmálamennirnir sem komust til valda eftir stríðið og neyddust til að skrifa undir stranga skilmála af hálfu hinnar sigruðu þjóðar hefðu brugðist þýsku þjóðinni. Mennirnir sem töpuðu sjálfu stríðinu voru þá víðs fjarri en það hentaði þeim ákaflega vel að ýta undir goðsögnina og síðar hófust margir þeirra til vegs og virðingar á ný með skelfilegum afleiðingum fyrir þýsku þjóðina. Þetta er öfgakennt dæmi um það sem getur gerst þegar heilu þjóðirnar fara í afneitun. Útrásin íslenska var ekki stríð en þó var orðræða hernaðarins aldrei víðs fjarri. Íslensku viðskiptajöfrunum sem tóku stórfelld lán erlendis var líkt við víkinga sem væru að sigra heiminn vegna eðlislægra hæfileika. Íslenskir stjórnmálamenn sköpuðu ekki einungis skilyrði fyrir útrásina með einkavæðingu ríkisbanka - þeir tóku þátt í því að selja hana erlendis með því að gera íslenska auðmenn að skjólstæðingum sínum. Fremstur í flokki var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem tók að sér að útskýra bæði heima og erlendis hvers vegna íslenskir bissnessmenn hefðu yfirburði yfir aðra og „bæru sigurorð af öðrum" (sbr. ræðu á fundi Sagnfræðingafélagsins 10. janúar 2006). Óheft þjóðremba var virkjuð í þágu íslenskra kapítalista með karllægri stríðsorðræðu af þessu tagi. Nú er ljóst að útrásin var reist á sandi og það vissu íslenskir ráðamenn áður en „hrunið" var í október 2008. Eigi að síður héldu þeir að mæra útrásina erlendis og eru nú sakaðir um að hafa blekkt yfirvöld í Hollandi varðandi stöðu Landsbankans. Íslensk stjórnvöld tóku þátt í að fullvissa bresk og hollensk yfirvöld um að Icesave-reikningarnir væru traustir og lofuðu ríkisábyrgð á innistæðum. Það er merkileg reynsla að sjá sem þá sátu á valdastólum sitja nú á hliðarlínunni og kalla Icesave-samninga sem núverandi stjórnvöld hafa neyðst til að gera við Holland og Bretland „vonda samninga". Það er enginn vafi á því að íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir Icesave-reikningunum skelfilegu. Það hafa íslenskir stjórnmálamenn almennt viðurkennt en það er auðvitað hagstætt fyrir þá sem bera ábyrgð á hruninu ef almenn afneitun grípur um sig meðal þjóðarinnar; ef aðalatriði málsins er ekki lengur hvaða stjórnmálastefna og hvaða stjórnmálamenn stóðu á bak við þetta mikla fjármálahættuspil sem útrásin var allan tímann. Málefnaleg rök fyrir að gagnrýna sjálfan Icesave-samninginn eru hins vegar afar fátækleg ef samstaða um ábyrgðina er fyrir hendi. Óvissuþættir í málinu eru vissulega fyrir hendi, t.d. hvort eignasafn Landsbankans muni duga fyrir allri Icesave-skuldinni eða einungis hluta hennar. En núna viðurkennir meira að segja formaður Framsóknarflokksins að „nægar eignir ættu að vera til að borga upp kröfurnar" (skv. frétt RÚV 4. febrúar). Þeir sem sömdu um Icesave fyrir hönd Íslands eru ekki menn mikilla upphrópana, ólíkt mörgum þeirra sem hafa haft hátt um innihald samningsins og tekið að sér að vera alvitrir aftursætisbílstjórar fyrir hönd Íslands. Í viðtali við Svavar Gestsson í seinasta helgarblaði DV er þó bent á ýmsa varnagla sem eru í samningum og eru ágætis haldreipi fyrir Íslendinga ef hrakspár ganga eftir. Það er til dæmis hægt að segja upp Icesave-samningnum hvenær sem er. Ef lægri vextir bjóðast þá væri hægt að segja upp samningnum þegar í stað og endurfjármagna hann allan. Einnig er hægt að endurskoða samninginn í samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ef hann verður efnahagslífinu ofviða, ef verstu spár rætast. Í stuttu máli þá er Icesave-samningurinn að sumu leyti betri en vænta mátti miðað við það tjón sem pólitík útrásarinnar olli bæði Íslendingum og erlendum lánardrottnum íslensku bankanna. Pólitíski andróðurinn gegn samþykktum lögum um ríkisábyrgð á Icesave snýst að litlu leyti um innihald samningsins þótt vissulega hafi ýmsum hártogunum verið beitt til að mála sem dökkasta mynd af honum. Andróðurinn snýst fremur um að stjórnmálamenn og öfl sem bera ábyrgð á mistökum útrásinnar afneita nú afleiðingum eigin gjörða. Umræða um hvort tiltekin útfærsla á því að gera upp hrunið sé svona miklu verri en allar aðrar hefur einkum þau áhrif að draga athyglina frá kjarna málsins, en hann er sá að tiltekin stefna og ákvarðanir hlutu að leiða að svipaðri niðurstöðu. Margir hafa hag af því að sú staðreynd gleymist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Eftir að Þjóðverjar töpuðu fyrri heimsstyrjöldinni 1918 varð til „rýtingsstungugoðsögnin". Í henni fólst að stjórnmálamennirnir sem komust til valda eftir stríðið og neyddust til að skrifa undir stranga skilmála af hálfu hinnar sigruðu þjóðar hefðu brugðist þýsku þjóðinni. Mennirnir sem töpuðu sjálfu stríðinu voru þá víðs fjarri en það hentaði þeim ákaflega vel að ýta undir goðsögnina og síðar hófust margir þeirra til vegs og virðingar á ný með skelfilegum afleiðingum fyrir þýsku þjóðina. Þetta er öfgakennt dæmi um það sem getur gerst þegar heilu þjóðirnar fara í afneitun. Útrásin íslenska var ekki stríð en þó var orðræða hernaðarins aldrei víðs fjarri. Íslensku viðskiptajöfrunum sem tóku stórfelld lán erlendis var líkt við víkinga sem væru að sigra heiminn vegna eðlislægra hæfileika. Íslenskir stjórnmálamenn sköpuðu ekki einungis skilyrði fyrir útrásina með einkavæðingu ríkisbanka - þeir tóku þátt í því að selja hana erlendis með því að gera íslenska auðmenn að skjólstæðingum sínum. Fremstur í flokki var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem tók að sér að útskýra bæði heima og erlendis hvers vegna íslenskir bissnessmenn hefðu yfirburði yfir aðra og „bæru sigurorð af öðrum" (sbr. ræðu á fundi Sagnfræðingafélagsins 10. janúar 2006). Óheft þjóðremba var virkjuð í þágu íslenskra kapítalista með karllægri stríðsorðræðu af þessu tagi. Nú er ljóst að útrásin var reist á sandi og það vissu íslenskir ráðamenn áður en „hrunið" var í október 2008. Eigi að síður héldu þeir að mæra útrásina erlendis og eru nú sakaðir um að hafa blekkt yfirvöld í Hollandi varðandi stöðu Landsbankans. Íslensk stjórnvöld tóku þátt í að fullvissa bresk og hollensk yfirvöld um að Icesave-reikningarnir væru traustir og lofuðu ríkisábyrgð á innistæðum. Það er merkileg reynsla að sjá sem þá sátu á valdastólum sitja nú á hliðarlínunni og kalla Icesave-samninga sem núverandi stjórnvöld hafa neyðst til að gera við Holland og Bretland „vonda samninga". Það er enginn vafi á því að íslensk stjórnvöld eru ábyrg fyrir Icesave-reikningunum skelfilegu. Það hafa íslenskir stjórnmálamenn almennt viðurkennt en það er auðvitað hagstætt fyrir þá sem bera ábyrgð á hruninu ef almenn afneitun grípur um sig meðal þjóðarinnar; ef aðalatriði málsins er ekki lengur hvaða stjórnmálastefna og hvaða stjórnmálamenn stóðu á bak við þetta mikla fjármálahættuspil sem útrásin var allan tímann. Málefnaleg rök fyrir að gagnrýna sjálfan Icesave-samninginn eru hins vegar afar fátækleg ef samstaða um ábyrgðina er fyrir hendi. Óvissuþættir í málinu eru vissulega fyrir hendi, t.d. hvort eignasafn Landsbankans muni duga fyrir allri Icesave-skuldinni eða einungis hluta hennar. En núna viðurkennir meira að segja formaður Framsóknarflokksins að „nægar eignir ættu að vera til að borga upp kröfurnar" (skv. frétt RÚV 4. febrúar). Þeir sem sömdu um Icesave fyrir hönd Íslands eru ekki menn mikilla upphrópana, ólíkt mörgum þeirra sem hafa haft hátt um innihald samningsins og tekið að sér að vera alvitrir aftursætisbílstjórar fyrir hönd Íslands. Í viðtali við Svavar Gestsson í seinasta helgarblaði DV er þó bent á ýmsa varnagla sem eru í samningum og eru ágætis haldreipi fyrir Íslendinga ef hrakspár ganga eftir. Það er til dæmis hægt að segja upp Icesave-samningnum hvenær sem er. Ef lægri vextir bjóðast þá væri hægt að segja upp samningnum þegar í stað og endurfjármagna hann allan. Einnig er hægt að endurskoða samninginn í samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ef hann verður efnahagslífinu ofviða, ef verstu spár rætast. Í stuttu máli þá er Icesave-samningurinn að sumu leyti betri en vænta mátti miðað við það tjón sem pólitík útrásarinnar olli bæði Íslendingum og erlendum lánardrottnum íslensku bankanna. Pólitíski andróðurinn gegn samþykktum lögum um ríkisábyrgð á Icesave snýst að litlu leyti um innihald samningsins þótt vissulega hafi ýmsum hártogunum verið beitt til að mála sem dökkasta mynd af honum. Andróðurinn snýst fremur um að stjórnmálamenn og öfl sem bera ábyrgð á mistökum útrásinnar afneita nú afleiðingum eigin gjörða. Umræða um hvort tiltekin útfærsla á því að gera upp hrunið sé svona miklu verri en allar aðrar hefur einkum þau áhrif að draga athyglina frá kjarna málsins, en hann er sá að tiltekin stefna og ákvarðanir hlutu að leiða að svipaðri niðurstöðu. Margir hafa hag af því að sú staðreynd gleymist.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun