Formúla 1

Verkefni Schumachers ekki auðvelt

Stirling Moss er enn að keyra kappakstursbíla þó áratugir séu síðan hann keppti í Formúlu 1.
Stirling Moss er enn að keyra kappakstursbíla þó áratugir séu síðan hann keppti í Formúlu 1. mynd. Getty Images
Gamla Formúlu 1 kempan Stirling Moss telur að verkefni Michaels Schumachers verði ekki auðvelt, þegar hann mætir aftur til leiks í Formúlu 1.

 

„Schumacher er mjög hugrakkur að mæta aftur til leiks og þetta er gott fyrir íþróttina. Hann er að fara til besta liðsins að mínu mati, en það þýðir ekki að hann verði sigurvegari. Það verður vandasamt fyrir hann að vinna Sebastian Vettel og Fernando Alonso, sem er þó óráðinn gáta með Ferrari", sagði Moss á Autosport sýningunni í Englandi um helgina.

 

„Mesta vandamál Schumachers er að hann hefur aldrei haft samkeppnisfæran liðsfélaga með sér, þó Rubens Barrichello vværi fljótur og stundum fljótari. Ég hef ekki trú á að Schumacher verði meistari. Ég hef trú á Alonso og Vettel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×