Formúla 1

Tímamót á frumsýningu Torro Rosso

Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari voru umvafðir fjölmiðlamönnum í dag.
Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari voru umvafðir fjölmiðlamönnum í dag.

Torro Rosso liðið frumsýndi 2010 Formúlu 1 bíl sinn í dag og Franz Tost segir um tímatmót að ræða. Ökumenn Torro Rosso verða sem fyrr Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari.

"Eftir 4 ára samvinnu við Red Bull varðandi hönnun bíla með okkur, þá eru reglurnar þannig í ár að við verðum sjálfir að hanna og smíða okkar bíl. Hann er því 100% okkar smíði. Það eru tímamót", sagði Tost.

"Við þurfum að byggja upp innviði fyrirtækisins fyrir þetta verkefni og höfum bætt við okkur 80 starfsmönnum og það mun taka tíma fyrir fólk að slípast saman."

"Það er vandasamt verk að spá fyrir um tímabilið, en við viljum vera meðal átta fremstu í stigmóti bílasmiða. Við gefum ungum ökumönnum okkar tækifæri á að bæta sig með betri búnaði og reynum að vera eins samkeppnisfærir og mögulegt er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×