Sígandi lukka Schumachers 12. apríl 2010 10:57 Michael Schumacher telur að Mercedes liðið sé á réttri leið. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang. Framvængur brotnaði í árekstri í upphafi í Ástralíu og afturfjöðrun bílaði í bíl Schumachers í Malasíu. "Það er mikill stuðningur við Mercedes Benz í Kína og það er því spennandi mót framundan í Sjanghæ um næstu helgi. Ég er viss um að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum", segir Schumacher um næstu keppni. "Við vorum á réttu róli í Malasíu og kannski vex okkur ásmeginn í Sjanghæ. Mig hlakkar til mótsins og nýt þess að keppa á ný. Mér hefur ekki gengið vel í síðustu tveimur mótum, en veit afhverju. Ég veit um hvað Formúlu 1 snýst og tel að allt sé á réttri leið. Maður getur bara bætt sig skref fyrir skref og ég er sannfærður um að það er að gerast", sagði Schumacher. Það má til sanns vegar færa því Nico Rosberg félagi Schumachers náði öðru sæti í síðustu keppni á Mercedes. "Það var frábært að komast á verðlaunapall með liðinu í Malasíu og ég hlakka til að ná góðum árangri í Kína um næstu helgi", sagði Rosberg. Hann telur að kaldara verði í veðri en í síðustu þremur mótum á brautinni í Sjanghæ, sem býður að hans mati upp á framúrakstur á tveimur beinum köflum brautarinnar. Þá segir hann háhraðabeygjur brautarinnar skemmtilegar viðfangs. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang. Framvængur brotnaði í árekstri í upphafi í Ástralíu og afturfjöðrun bílaði í bíl Schumachers í Malasíu. "Það er mikill stuðningur við Mercedes Benz í Kína og það er því spennandi mót framundan í Sjanghæ um næstu helgi. Ég er viss um að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum", segir Schumacher um næstu keppni. "Við vorum á réttu róli í Malasíu og kannski vex okkur ásmeginn í Sjanghæ. Mig hlakkar til mótsins og nýt þess að keppa á ný. Mér hefur ekki gengið vel í síðustu tveimur mótum, en veit afhverju. Ég veit um hvað Formúlu 1 snýst og tel að allt sé á réttri leið. Maður getur bara bætt sig skref fyrir skref og ég er sannfærður um að það er að gerast", sagði Schumacher. Það má til sanns vegar færa því Nico Rosberg félagi Schumachers náði öðru sæti í síðustu keppni á Mercedes. "Það var frábært að komast á verðlaunapall með liðinu í Malasíu og ég hlakka til að ná góðum árangri í Kína um næstu helgi", sagði Rosberg. Hann telur að kaldara verði í veðri en í síðustu þremur mótum á brautinni í Sjanghæ, sem býður að hans mati upp á framúrakstur á tveimur beinum köflum brautarinnar. Þá segir hann háhraðabeygjur brautarinnar skemmtilegar viðfangs.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira