Red Bull mun ekki hagræða úrslitum í titilslag ökumanna 7. nóvember 2010 22:12 Mark Webber, Sebastian Vettel og Christian Horner fögnuðu titli bílasmiða og sigri í Brasilíu í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner. Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Christian Horner yfirmaður Red Bull segir að lið sitt muni ekki beita liðskipunum til að hagræða úrslitum í titilslag ökumanna. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel eiga möguleika á meistaratitlinum í kapphlaupi við Fernando Alonso og Lewis Hamilton. Þeir keppa í síðasta móti ársins um næstu helgi. Red Bull hefur ekki viljað stýra gangi máli á milli ökumanna liðsins og staðan er sú að ef Vettel vinnur lokamótið í Abu Dhabi um næstu helgi, Webber verður annar, þá verður Alonso heimsmeistari. Ef Vettel gefur hinsvegar eftir sætið. Þá verður Webber meistari, ef sú staða kæmi upp og Alonso nær ekki öðru sæti. Red Bull varð í fyrsta og öðru sæti í Abu Dhabi í fyrra. "Það eru engar erfiðar ákvarðanir framundan. Við erum með tvö ökumenn sem keyra fyrir liðið og jafnræði hefur verið á milli þeirra innan liðsins. Það væri rangt að mismuna þeim núna, þar sem báðir eiga möguleika á titlinum", sagði Horner í frétt á autosport.com. "Það er engin með spákúlu og ekki hægt að sjá hvað gerist um næstu helgi. Við munum gera okkar besta til að styðja báða. Ef þeir verða í þeirri stöðu að aðstoða hvorn annan, ef hinn á ekki möguleika lengur, þá get ég ímyndað mér að það verði raunin. En ökumennirnir verða að taka slíka ákvörðun. Ég er viss um að þeir muni taka ákvörðun sem er rétt fyrir liðið. Ég efast ekki um það. Báðir ökumenn tóku dýrmæt stig af Alonso í dag og eru 8 (Webber) og 15 (Vettel) stigum á eftir honum í stigakeppninni", sagði Horner.
Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira