Vettel lærði kasta bjúgverpli 24. mars 2010 10:17 Vettel mundar bjúgverpil eins og orðið ,,boomerang" þyðist á góða íslensku. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel og Mark Webber eru liðsfélagar hjá Red Bull og þykja líklegir til afreka á götum Melbourne á heimavelli Webbers. Vettel voru kennd réttu handtökin við að kasta bjúgverpli, sem er vinsælt atferli í Ástralíu. "Það er auðveldara að keyra keppnisbílinn... Það er talsvert vandasamt að kasta miðað við vindstefnuna og hve mikinn kraft á að nota í kastið. Ég held ég gæti þróað aðferðina og þetta var skemmtilegt upplifun. Ég bætti mig, en það er erfitt að stjórna svona bjúgverpli. Stundum leit út fyrir að hann kæmi tilbaka, en í öðrum tilfellum var hann víðsfjarri", sagði Vettel. Galdurinn er að kasta bjúgverpli þannig að hann snúi aftur til kastarans. En trúlega er Vettel mun færari í akstri um Melbourne brautina, en sérfræðingur í tómstundargamni Ástrala. Hann segist kunna vel við sig Melbourne brautina. Webber vann á heimavelli Webbers í Þýskalandi í fyrra og spurning hvort Vettel snýr á liðsfélaga sinn á hans heimavelli. Ástralir vonast trúlega eftir sigri Webbers. "Annað sæti væru ekki slæm úrslit. En það er langur vegur frá æfingum föstudags til kappaksturs. Við sáum hvað gerðist síðast. Maður veit aldrei fyrr en flaggið fellur hvað gerist. Okkur gekk vel síðast, þó úrslitin hafi ekki verið hagstæð, en bíllinn var góður", sagði Vettel, en hann leiddi mest alla fyrstu keppni ársins áður en kerti í vélarsalnum gaf sig. Alonso hirti fyrsta sætið og Vetel féll í það fjórða. "Það er gott fyrir menn að keyra á heimavelli eins og Mark og hann nýtur þess, frekar en að finna fyrir pressunni. Hann er eini Ástralinn á ráslínunni, en þegar ég keppi á heimavelli eru fimm aðrir Þjóðverjar. Mark er með gott sjálfstraust og veit hvað hann getur og hvernig á að landa sigri. Ferill hans hefur ekki alltaf verið auðveldur, en hann er enn í Formúlu 1, á meðan margir hafa hætt." Trúlega mun Vettel sem sannur keppnismaður stefna sjálfur á sigur og ekki gefa Webber neitt eftir, þó á heimavelli sé, en þeir vinna samt vel saman og eru ágætis félagar hjá Red Bull. Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sebastian Vettel og Mark Webber eru liðsfélagar hjá Red Bull og þykja líklegir til afreka á götum Melbourne á heimavelli Webbers. Vettel voru kennd réttu handtökin við að kasta bjúgverpli, sem er vinsælt atferli í Ástralíu. "Það er auðveldara að keyra keppnisbílinn... Það er talsvert vandasamt að kasta miðað við vindstefnuna og hve mikinn kraft á að nota í kastið. Ég held ég gæti þróað aðferðina og þetta var skemmtilegt upplifun. Ég bætti mig, en það er erfitt að stjórna svona bjúgverpli. Stundum leit út fyrir að hann kæmi tilbaka, en í öðrum tilfellum var hann víðsfjarri", sagði Vettel. Galdurinn er að kasta bjúgverpli þannig að hann snúi aftur til kastarans. En trúlega er Vettel mun færari í akstri um Melbourne brautina, en sérfræðingur í tómstundargamni Ástrala. Hann segist kunna vel við sig Melbourne brautina. Webber vann á heimavelli Webbers í Þýskalandi í fyrra og spurning hvort Vettel snýr á liðsfélaga sinn á hans heimavelli. Ástralir vonast trúlega eftir sigri Webbers. "Annað sæti væru ekki slæm úrslit. En það er langur vegur frá æfingum föstudags til kappaksturs. Við sáum hvað gerðist síðast. Maður veit aldrei fyrr en flaggið fellur hvað gerist. Okkur gekk vel síðast, þó úrslitin hafi ekki verið hagstæð, en bíllinn var góður", sagði Vettel, en hann leiddi mest alla fyrstu keppni ársins áður en kerti í vélarsalnum gaf sig. Alonso hirti fyrsta sætið og Vetel féll í það fjórða. "Það er gott fyrir menn að keyra á heimavelli eins og Mark og hann nýtur þess, frekar en að finna fyrir pressunni. Hann er eini Ástralinn á ráslínunni, en þegar ég keppi á heimavelli eru fimm aðrir Þjóðverjar. Mark er með gott sjálfstraust og veit hvað hann getur og hvernig á að landa sigri. Ferill hans hefur ekki alltaf verið auðveldur, en hann er enn í Formúlu 1, á meðan margir hafa hætt." Trúlega mun Vettel sem sannur keppnismaður stefna sjálfur á sigur og ekki gefa Webber neitt eftir, þó á heimavelli sé, en þeir vinna samt vel saman og eru ágætis félagar hjá Red Bull.
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira