Schumacher styður atferli Ferrari, sem braut reglur FIA 26. júlí 2010 15:00 Michael Schumacher hjá Mercedes. Mynd: Gety Images Michael Schumacher hjá Mercedes hefur fullan skilning á aðgerðum Ferrari á Hockenheim-brautinni í gær, þar sem Ferrari virtist láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Trúlega til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu, en hann hafði fleiri stig fyrir mótið. "Ég hef verið gagnrýndur fyrir nákvæmlega sama hlut og skil þetta 100 prósent. Ég hefði gert nákvæmlega það sama í þeirra sporum," sagði Schumacher í samtali við BBC en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við að keppa um meistaratitla og það er aðeins einn sem getur orðið meistari. Ef mál þróuðust þannig að Ferrari-menn töpuðu titlinum á þessum aukastigum í lok ársins hljóta allir að spyrja af hverju þessu hafi ekki verið stýrt betur?" Schumacher nefndi að síðustu ár hafi verið liðsskipanir í lokamótum til að tryggja titil og það sé ekkert réttlætanlegra. Schumacher var þátttakandi í atviki árið 2002 í Austurríki sem varð til þess að liðsskipnir voru bannaðar. Þá skiptust hann og Rubens Barrichello hjá Ferrari á sætum, rétt fyrir endamarkið og FIA setti bann á liðsskipanir eftir það. Schumacher telur að liðsskipunum sé enn beitt og það þurfi að gera það án þess að eftir því sé tekið. Markmiðið sé að landa titlum. "Í síðustu keppni var liðsskipun beitt og allir samþykkja það. Ég get skilið að þegar við beittum þessu (hjá Ferrari) þá hafi það verið ónauðsynlegt, þar sem við vorum í forystuhlutverki með miklum mun. Ég get verið sammála því að hluta til. En ég er sammála því sem er í gangi. Við verðum að gera þetta, en ekki á of augljósan hátt. En það er aðeins eitt markmið - að ná titlum," sagði Schumacher. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes hefur fullan skilning á aðgerðum Ferrari á Hockenheim-brautinni í gær, þar sem Ferrari virtist láta Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér. Trúlega til að hann fengi fleiri stig í stigamótinu, en hann hafði fleiri stig fyrir mótið. "Ég hef verið gagnrýndur fyrir nákvæmlega sama hlut og skil þetta 100 prósent. Ég hefði gert nákvæmlega það sama í þeirra sporum," sagði Schumacher í samtali við BBC en autosport.com greinir frá þessu í dag. "Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við að keppa um meistaratitla og það er aðeins einn sem getur orðið meistari. Ef mál þróuðust þannig að Ferrari-menn töpuðu titlinum á þessum aukastigum í lok ársins hljóta allir að spyrja af hverju þessu hafi ekki verið stýrt betur?" Schumacher nefndi að síðustu ár hafi verið liðsskipanir í lokamótum til að tryggja titil og það sé ekkert réttlætanlegra. Schumacher var þátttakandi í atviki árið 2002 í Austurríki sem varð til þess að liðsskipnir voru bannaðar. Þá skiptust hann og Rubens Barrichello hjá Ferrari á sætum, rétt fyrir endamarkið og FIA setti bann á liðsskipanir eftir það. Schumacher telur að liðsskipunum sé enn beitt og það þurfi að gera það án þess að eftir því sé tekið. Markmiðið sé að landa titlum. "Í síðustu keppni var liðsskipun beitt og allir samþykkja það. Ég get skilið að þegar við beittum þessu (hjá Ferrari) þá hafi það verið ónauðsynlegt, þar sem við vorum í forystuhlutverki með miklum mun. Ég get verið sammála því að hluta til. En ég er sammála því sem er í gangi. Við verðum að gera þetta, en ekki á of augljósan hátt. En það er aðeins eitt markmið - að ná titlum," sagði Schumacher.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira