Kubica þakklátur öryggiskröfum eftir óhapp 11. júní 2010 12:54 Robert Kubica ekur með Renault, en vann síðasta mótið í Kanada sem fór fram árið 2008. Mynd: Getty Images Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 ökumenn keppa í Montreal í Kanada um helgina og Robert Kubica vann þegar keppt var síðast á brautinni. Það var árið 2008 og hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1. Árið áður þótti hann heppinn að sleppa með skrámur eftir að hann kútveltist á brautinni. "Ég held mikið upp á götubrautir, en ég huga líka mikið að öryggi því ég hef upplifað óhapp á brautinni, þannig að ég veit að það þarf að vera millivegur", sagði Kubica á fundi með fréttamönnum í Montreal. "Þökk sé FIA og keppnisliðunum, þá er Formúlu 1 mun öruggari og það er því að þakka að ég er hér enn. Ef ég hefði lent í samskonar óhappi fyrir 10 árum, eins og gerðist fyrir 3 árum, þá væri ég trúlega ekki hér." Kubica telur brautina í Kanada skemmtilega og nýtur þess að vera á svæðinu eins og flestir ökumenn. Uppselt er á mótið í Montreal, sem er eins konar blanda af brautinni í Mónakó og Monza að mati Kubica. "Það er mikið um hörkuhemlun sem fellur mér í geð. Ég held að sambland þess hvernig bíll minn er og hvernig brautin er ætti að blandast vel saman og henta mínum akstursstíl", sagði Kubica.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira