Lífið

Jónína Ben grætti Hreiðar Má

Jónína var gestur á Bylgjunni í morgun.
Jónína var gestur á Bylgjunni í morgun.
Jónína Benediktsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason voru gestir þeirra Heimis Karlssonar og Sólveigar Bergmann í útvarpsþættinum Í bítið í morgun. Eins og gefur að skilja var þar farið yfir viðbrögð þeirra við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og voru þau nokkuð ánægð með hana.

Eins og svo oft áður rifjaði Jónína upp nokkra atburði frá liðnum árum. Þeirra á meðal fund sinn með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrum forstjóra Kaupþings, á skrifstofu hans árið 2001.

"Síðasti fundur minn með Hreiðari Má var þess eðlis að hann hefði átt að stíga út úr bankanum. Hann var hágrenjandi inni á skrifstofunni þegar ég fór frá honum," sagði Jónína.

Viðtalið má heyra hér. Frásögn Jónínu af fundinum byrjar eftir um níu mínútur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.