Formúla 1

Fimm fremstu á ráslínu allir í titilslagnum

Fremstu menn á ráslínni á morgun eru allir í fimm manna slagnum um meistaratitilinn.
Fremstu menn á ráslínni á morgun eru allir í fimm manna slagnum um meistaratitilinn.

Fernando Alonso náði besta tíma í tímatökum á Singapúr brautinni í dag á Ferrari, en fremstu ökumennirnir í stigamótinu röðuðu sér í efstu fimm sætin. Það verður því harður slagur um titilinn í keppninni á sunnudag.

Alonso varð brotabrotum á undan Sebastian Vettel á Red Bull, en Lewis Hamilton er þriðji á ráslínunni, þá Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull. Þessir kappar eru í titilslagnum og Webber er með 5 stiga forskot á Hamilton, en Vettel er neðstur þessara kappa á stigatöflunni, 24 stigum á eftir Webber.

Stigagjöfin er þannig að fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18 stig, síðan eru 15, 12, 10 og færri stig fyrir næstu sæti á eftir. 

Tímatakan fór fram í flóðljósum, rétt eins og keppnin á sunnudag, en titilslagurinn verður í algleymingi í ræsingunni.

Bein útsending verður frá mótinu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá kl. 11.30 og þátturinn Endmarkið strax á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×