Þorsteinn Pálsson: Hófsemdarstefnan blásin af 24. apríl 2010 07:00 Í framhaldi af rannsóknarskýrslunni þótti forsætisráðherra rétt að biðjast afsökunar á því að Samfylkinguna hefði borið af leið norrænnar velferðarhyggju með því að innleiða Blairismann. Hann var því blásinn af. Hvers vegna? Breski Verkamannaflokkurinn undir forystu Blairs hvarf frá róttækri vinstristefnu svipaðri þeirri og VG fylgir og lagaði sig að stefnu norrænu jafnaðarmannaflokkanna. Þáttur í þeirri stefnubreytingu var skýr Evrópustefna. Er forsætisráðherra að hverfa frá henni? Það vantar allt rökrétt samhengi í afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Sænskir sósíaldemókratar voru brautryðjendur þessarar hugsunar þegar á kreppuárunum. Hún hefur stundum verið kennd við hófsemd. Kjarni hennar felst í því að leyfa frjálsu atvinnulífi að njóta sín til þess að skapa verðmæti til að standa undir velferðarkerfinu. Alþýðuflokkurinn gamli fylgdi þessari hefðbundnu norrænu línu frá því á viðreisnarárunum. Hvers vegna vill formaður Samfylkingarinnar nú færa flokkinn af þeirri leið? Sennilega á þetta að vera svar við siðferðilegri gagnrýni í rannsóknarskýrslunni. Raunveruleg ástæða þessarar stefnubreytingar er þó líklega önnur. Til að róa órólega arm VG og halda ríkisstjórninni saman þarf að færa stefnu hennar lengra til vinstri. Þetta staðfestir því fyrst og fremst undirtök VG í stjórnarsamstarfinu. Vandinn er hins vegar sá að sú stefna VG sem Samfylkingin á nú að laga sig að er til vinstri við norrænu velferðarhagkerfin. Forsætisráðherra mistókst þar af leiðandi að sýna orsakasamhengi þessarar stefnubreytingar og skynsamlegrar framtíðarsýnar um endurreisn Íslands.Hugmyndafræðin 2003 Ein helsta brotalömin í hagstjórninni í byrjun þessarar aldar var óheyrilegur viðskiptahalli. Hann er góður mælikvarði á hvort þjóðir lifa um efni fram. Viðskipathallinn er fjármagnaður með erlendum lánum og ríkissjóðstekjurnar bólgna vegna aukinna umsvifa sem þau hafa í för með sér. Þó að afgangur hafi verið á rekstri ríkissjóðs var hann aldrei nægur til að vinna gegn þessum falska vexti. Í framhaldi af hugmyndafræðilegum skilgreiningum forsætisráðherra um frjálshyggju og norræna velferðarhyggju er fróðlegt að skoða hver afstaða einstakra stjórnmálaflokka var til þessa vanda á sínum tíma. Í kosningunum 2003 var til að mynda tekist á um skattamál. Allir flokkarnir boðuðu þá skattalækkanir. VG var með hófsömustu tillögurnar en vildi samt lækka skatta. Samfylkingin taldi sig jafnvel bjóða meiri skattalækkanir en Sjálfstæðisflokkurinn. Í raun réttri voru það fyrst og fremst erlendar lántökur vegna viðskiptahallans sem gerðu þessar skattalækkanir mögulegar án halla á ríkissjóði. Kjarni málsins er sá að enginn grundvallarmunur kom fram á milli flokkanna. Tillögur vinstri flokkanna sýna að stjórn þeirra hefði einnig lækkað skatta; eytt um efni fram og lagt hornstein að þeim vanda sem orsakaði hrun krónunnar.Hugmyndafræðin 2007 Við fjárlagagerðina fyrir árið 2007 ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að loka fjárlögum með níu milljarða króna afgangi. Flestum fannst það góð niðurstaða. Einstaka menn eins og Einar Oddur Kristjánsson gagnrýndu hana þó og töldu að afgangurinn yrði að skipta mörgum tugum milljarða króna til að vega upp á móti ofþenslu í hagkerfinu. Þegar horft er til baka getur engum dulist að gagnrýni Einars Odds var á rökum reist. En hver var stefna Samfylkingarinnar og VG? Þessir tveir flokkar sammæltust þá í fyrsta skipti um fjárlagatillögur sem áttu að sýna hugmyndafræðileg skil gagnvart ríkisstjórnarflokkunum. Þau fólust í að eyða öllum afganginum. Með öðrum orðum: Samfylkingin og VG vildu ganga lengra en þáverandi ríkisstjórn til að auka umsvif ríkissjóðs á grundvelli viðskiptahalla. Niðurstaðan er sú að þeir vildu eyða umfram efni og auka á vandann sem síðar leiddi af sér hrun krónunnar. Bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á þeim tíma fóru út af braut hófsamrar ríkisfjármálastefnu. Það var hreint ekki frjálshyggja. Hér má ekki rugla saman siðferði og pólitískum hugmyndum. Siðferðisbrestur getur orðið í þjóðfélaginu hvort sem menn halda sér hugmyndafræðilega til hægri eða vinstri. Það er slæmt ef menn ætla að fara hjáleið um þau siðferðilegu vandamál sem hrjá samfélagið með pólitískum hugtökum sem þeir hafa ekki vald á. Nú er þörf á skýrri hugmyndafræðilegri og siðferðilegri leiðsögn. Leiðin er sannarlega ekki sú að yfirgefa hófsemdarhyggjuna og halda lengra til vinstri eins og forsætisráðherra boðar. Sú ákvörðun forsætisráðherra að færa Samfylkinguna til vinstri opnar möguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn til að ná sterkari fótfestu á miðjunni. Fari svo að þeir grípi tækifærið verður fróðlegt að sjá með hvaða hætti. Það gerist ekki sjálfkrafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun
Í framhaldi af rannsóknarskýrslunni þótti forsætisráðherra rétt að biðjast afsökunar á því að Samfylkinguna hefði borið af leið norrænnar velferðarhyggju með því að innleiða Blairismann. Hann var því blásinn af. Hvers vegna? Breski Verkamannaflokkurinn undir forystu Blairs hvarf frá róttækri vinstristefnu svipaðri þeirri og VG fylgir og lagaði sig að stefnu norrænu jafnaðarmannaflokkanna. Þáttur í þeirri stefnubreytingu var skýr Evrópustefna. Er forsætisráðherra að hverfa frá henni? Það vantar allt rökrétt samhengi í afsökunarbeiðni forsætisráðherra. Sænskir sósíaldemókratar voru brautryðjendur þessarar hugsunar þegar á kreppuárunum. Hún hefur stundum verið kennd við hófsemd. Kjarni hennar felst í því að leyfa frjálsu atvinnulífi að njóta sín til þess að skapa verðmæti til að standa undir velferðarkerfinu. Alþýðuflokkurinn gamli fylgdi þessari hefðbundnu norrænu línu frá því á viðreisnarárunum. Hvers vegna vill formaður Samfylkingarinnar nú færa flokkinn af þeirri leið? Sennilega á þetta að vera svar við siðferðilegri gagnrýni í rannsóknarskýrslunni. Raunveruleg ástæða þessarar stefnubreytingar er þó líklega önnur. Til að róa órólega arm VG og halda ríkisstjórninni saman þarf að færa stefnu hennar lengra til vinstri. Þetta staðfestir því fyrst og fremst undirtök VG í stjórnarsamstarfinu. Vandinn er hins vegar sá að sú stefna VG sem Samfylkingin á nú að laga sig að er til vinstri við norrænu velferðarhagkerfin. Forsætisráðherra mistókst þar af leiðandi að sýna orsakasamhengi þessarar stefnubreytingar og skynsamlegrar framtíðarsýnar um endurreisn Íslands.Hugmyndafræðin 2003 Ein helsta brotalömin í hagstjórninni í byrjun þessarar aldar var óheyrilegur viðskiptahalli. Hann er góður mælikvarði á hvort þjóðir lifa um efni fram. Viðskipathallinn er fjármagnaður með erlendum lánum og ríkissjóðstekjurnar bólgna vegna aukinna umsvifa sem þau hafa í för með sér. Þó að afgangur hafi verið á rekstri ríkissjóðs var hann aldrei nægur til að vinna gegn þessum falska vexti. Í framhaldi af hugmyndafræðilegum skilgreiningum forsætisráðherra um frjálshyggju og norræna velferðarhyggju er fróðlegt að skoða hver afstaða einstakra stjórnmálaflokka var til þessa vanda á sínum tíma. Í kosningunum 2003 var til að mynda tekist á um skattamál. Allir flokkarnir boðuðu þá skattalækkanir. VG var með hófsömustu tillögurnar en vildi samt lækka skatta. Samfylkingin taldi sig jafnvel bjóða meiri skattalækkanir en Sjálfstæðisflokkurinn. Í raun réttri voru það fyrst og fremst erlendar lántökur vegna viðskiptahallans sem gerðu þessar skattalækkanir mögulegar án halla á ríkissjóði. Kjarni málsins er sá að enginn grundvallarmunur kom fram á milli flokkanna. Tillögur vinstri flokkanna sýna að stjórn þeirra hefði einnig lækkað skatta; eytt um efni fram og lagt hornstein að þeim vanda sem orsakaði hrun krónunnar.Hugmyndafræðin 2007 Við fjárlagagerðina fyrir árið 2007 ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að loka fjárlögum með níu milljarða króna afgangi. Flestum fannst það góð niðurstaða. Einstaka menn eins og Einar Oddur Kristjánsson gagnrýndu hana þó og töldu að afgangurinn yrði að skipta mörgum tugum milljarða króna til að vega upp á móti ofþenslu í hagkerfinu. Þegar horft er til baka getur engum dulist að gagnrýni Einars Odds var á rökum reist. En hver var stefna Samfylkingarinnar og VG? Þessir tveir flokkar sammæltust þá í fyrsta skipti um fjárlagatillögur sem áttu að sýna hugmyndafræðileg skil gagnvart ríkisstjórnarflokkunum. Þau fólust í að eyða öllum afganginum. Með öðrum orðum: Samfylkingin og VG vildu ganga lengra en þáverandi ríkisstjórn til að auka umsvif ríkissjóðs á grundvelli viðskiptahalla. Niðurstaðan er sú að þeir vildu eyða umfram efni og auka á vandann sem síðar leiddi af sér hrun krónunnar. Bæði ríkisstjórnin og stjórnarandstaðan á þeim tíma fóru út af braut hófsamrar ríkisfjármálastefnu. Það var hreint ekki frjálshyggja. Hér má ekki rugla saman siðferði og pólitískum hugmyndum. Siðferðisbrestur getur orðið í þjóðfélaginu hvort sem menn halda sér hugmyndafræðilega til hægri eða vinstri. Það er slæmt ef menn ætla að fara hjáleið um þau siðferðilegu vandamál sem hrjá samfélagið með pólitískum hugtökum sem þeir hafa ekki vald á. Nú er þörf á skýrri hugmyndafræðilegri og siðferðilegri leiðsögn. Leiðin er sannarlega ekki sú að yfirgefa hófsemdarhyggjuna og halda lengra til vinstri eins og forsætisráðherra boðar. Sú ákvörðun forsætisráðherra að færa Samfylkinguna til vinstri opnar möguleika fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn til að ná sterkari fótfestu á miðjunni. Fari svo að þeir grípi tækifærið verður fróðlegt að sjá með hvaða hætti. Það gerist ekki sjálfkrafa.