Ferrari ætlar ekki tefla djarft í titilslagnum 2. nóvember 2010 14:05 Stefano Domenicali ræður gangi mála hjá Formúlu 1 liði Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stefano Domenicali yfirmaður Ferrrari Formúlu 1 liðsins segir að Ferrari muni beita skynsemi í næstu keppni, þó Fernando Alonso eigi möguleika á að landa titlinum í Brasilíu um næstu helgi. Sjálfur telur Alonso að úrslitin muni ekki ráðast fyrr en í lokamótinu í Abu Dhabi um aðra helgi. Ferrari á einnig möguleika í stigakeppni bílasmiða, en Red Bull og McLaren eru líklegri til afreka í þeim slag. Til að Alonso verði meistari um næstu helgi þarf hann að fá 15 stigum meira en Mark Webber og 4 stigum meira en Lewis Hamilton. Annars ráðast úrslitin í lokamótinu. "Ef við töpum stigum í Brasilíu, þá verður Abu Dhabi mótið enn erfiðara. Við munum nálgast lokamótin á réttan hátt. Minnugir styrkleika keppinauta okkar, Red Bull og McLaren", sagði Domenical á heimasíðu Ferrari, samkvæmt tilvitnun á autosport.com í dag. "Við höfum séð hve flókin mótin hafa verið á þessu tímabili og við verðum því að vera mjög varkárir. Við megum ekki tapa stigum og þurfum að komast á leiðarenda og keppa með rétta hugarfarinu. Við verðum með nýjungar, en málið er að vera með traustan farkost. En ég tel að F10 bíllinn verði samkeppnisfær í Brasilíu. Red Bull menn verða öflugir og McLaren menn verða með endurbættan bíl og ættu að vera sterkir og í slagnum", sagði Domenicali á vefsíðu Ferrari. "Besta minning mín frá Brasilíu eru þegar Kimi vann titil ökumanna 2007, en versta minningin er þegar Massa kom í mark sem meistari 2008, en Hamilton náði titlinum af honum í síðustu beygju (með því að ná framúr keppinaut) nokkrum sekúndum síðar. Það var erfið stund, en við unnum þó titil bílasmiða. Massa sýndi sannan íþróttanda á verðlaunapallinum, rétt eins og liðið í heild sinni", sagði Domenicali.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira