Mansell hefur trú á getu Schumachers 2011 21. desember 2010 08:20 Michael Schumacher og Nigel Mansell á léttri stund þegar báðir voru í Formúlu 1. Mynd: Gety Images/Mike Hewitt/Allsport Breska Formúlu 1 kempan fyrrverandi, Nigel Mansell spáir því að Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren láti að sér kveðja á næsta ári. Þeir stóðust þó ekki Sebastian Vettel, Fernando Alonso og Mark Webber snúning á þessu tímabili. Þá hefur hann trú á að Michael Schumacher eigi eftir að standa sig betur á næsta ári. "Það er auðvelt að útskýra afhverju Jenson og Lewis verða í slagnum. Þeir eru báðir meistarar, hungraðir og ungir. Þeir eru með einu besta liðinu og eru með magnaðan mótor fyrir aftan sig í formi Mercedes", sagði Mansell sem er landi Bretanna tveggja. "McLaren verður sterkara á næsta ári. Það gerðu öll lið mistök á þessu ári og lið og ökumenn hafa lært af mistökunum. Það verða færri mistök á næsta ári og risalagur um titilinn", sagði Mansell á eurosport.com. Mansell telur of snemmt að dæma hvort rangt hafi verið af Michael Schumacher að mæta aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. "Við munum ekki vita fyrir víst um það fyrr en í lok 2011. Ef liðð lætur hann ekki fá góðan bíl til að spreyta sig, þá getum við sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun. En hann er orðinn eins og hann var áður en hann vildi hætta. Ross Brawn mun hvetja liðið til dáða og Schumacher gæti hrist upp í mönnum 2011. Þetta gæti orðið sérstakt ár fyrir Mercedes", sagði Mansell Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Breska Formúlu 1 kempan fyrrverandi, Nigel Mansell spáir því að Lewis Hamilton og Jenson Button hjá McLaren láti að sér kveðja á næsta ári. Þeir stóðust þó ekki Sebastian Vettel, Fernando Alonso og Mark Webber snúning á þessu tímabili. Þá hefur hann trú á að Michael Schumacher eigi eftir að standa sig betur á næsta ári. "Það er auðvelt að útskýra afhverju Jenson og Lewis verða í slagnum. Þeir eru báðir meistarar, hungraðir og ungir. Þeir eru með einu besta liðinu og eru með magnaðan mótor fyrir aftan sig í formi Mercedes", sagði Mansell sem er landi Bretanna tveggja. "McLaren verður sterkara á næsta ári. Það gerðu öll lið mistök á þessu ári og lið og ökumenn hafa lært af mistökunum. Það verða færri mistök á næsta ári og risalagur um titilinn", sagði Mansell á eurosport.com. Mansell telur of snemmt að dæma hvort rangt hafi verið af Michael Schumacher að mæta aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. "Við munum ekki vita fyrir víst um það fyrr en í lok 2011. Ef liðð lætur hann ekki fá góðan bíl til að spreyta sig, þá getum við sagt að þetta hafi verið slæm ákvörðun. En hann er orðinn eins og hann var áður en hann vildi hætta. Ross Brawn mun hvetja liðið til dáða og Schumacher gæti hrist upp í mönnum 2011. Þetta gæti orðið sérstakt ár fyrir Mercedes", sagði Mansell
Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira