Rosberg stendur betur að vígi en Schumacher 22. júlí 2010 12:01 Lewis Hamilton er efstur í stigamótinu, en Nico Rosberg vinur hans var á verðlaunapalli með honum í síðustu keppni sem var á Silverstone. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Nico Rosberg keppir á Hockenheim brautinni í Þýskalandi um helgina og ekur Mercedes, sem er heimamerki, þó bækistöðvar liðsins séu í Bretlandi. Honum og Michael Schumacher verður örugglega vel fagnað á heimavelli, en Rosberg er ofar landa sínum í stigamótinu. Rosberg komst á verðlaunapall í síðustu keppni, sem var á Silverstone, en hann varð í þriðja sæti á eftir Mark Webber og Lewis Hamilton, en sá síðarnefndi er ágætur vinur hans frá fyrri tíð. "Þýski kappaksturinn er alltaf sérstakur fyrir þýskan ökumann og enn frekar, þar sem ég keyri fyrir Mercedes", sagði Rosberg í fréttatilkynningu liðsins á f1.com. "Ég á góðar minningar frá Hockenheim, þar sem ég vann í þremur undirmótaröðum sem ég keppti í á brautinni og vann minn fyrsta sigur í opnum kappakstursbíl á brautinni. Það er mögnuð stemmning og ótrúlegur hávaði á áhorfendasvæðinu og gaman að upplifa stuðning áhorfenda við þýska ökumenn." "Ég elska brautina, sem reynir talsvert á. Það eru staðir til framúraksturs og mótin geta verið spennandi. Það er gott veganesti að mæta í mótið eftir að hafa komist á verðlaunapall í síðustu keppni. Við munum vinna að því að kappi að bæta bílinn og stefnum á árangursríka mótshelgi", sagði Rosberg. Sýnt er frá æfingum keppnisliða á Hockenheim á föstudag á Stöð 2 Sport kl. 19.30, lokæfingunni á laugardag kl. 08.55 og tímatökunni kl. 11.45. Kappaksturinn er sýndur, eins og tímatakan daginn áður í opinni dagskrá á sunnudag kl. 11.30. Þátturinn Endamarkið er strax eftir keppni í læstri dagskrá.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira