Hamilton vann í dramatískri keppni 30. maí 2010 15:40 Bretinn Lewis Hamilton landaði sigri í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi, eftir mikla dramatík á milli Red Bull ökumannanna Mark Webber og Sebastian Vettel, sem leiddu mótið en lentu í árekstri. McLaren ökumennirnir pressuðu í sífellu á liðsmenn Red Bull og munaði oft ekki nema 3-4 sekúndum á ökumönnum liðanna í fyrstu fjórum sætunum. Vettel reyndi svo framúrkastur á Webber, sem varð til þess að þeir skullu saman og Vettel féll úr leik, en Webber hafði leitt keppnina frá fyrsta metra. Vettel var heitt í hamsi eftir atvikið, en róaðist eftir að keppni lauk. Webber náði að ljúka keppninni í þriðja sætið. Við óhappið komst Hamilton í fyrsta sætið, og leiddi Jenson Button eftir brautinni. Button komst um tíma framúr Hamilton, en Hamilton sá sér leik á borði og smeygði sér framúr Button á dirfskufullan hátt í fyrstu beygju brautarinnar. Hamilton kom því fyrstur í endamark á undan Button og Webber, sem heldur forystu í stigamótinu, þrátt fyrir ólán dagsins. Hann stefndi á þriðja sigurinn í röð í mótinu. Webber er með 93 stig í stigamóti ökumanna, Button 88, Hamilton 84, Fernando Alonso 78 og Vettel 79. Í keppni bílasmiða er McLaren með 172, Red Bull 171 og Ferrari 146. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h28:47.620 2. Button McLaren-Mercedes + 2.645 3. Webber Red Bull-Renault + 24.285 4. Schumacher Mercedes + 31.110 5. Rosberg Mercedes + 32.266 6. Kubica Renault + 32.824 7. Massa Ferrari + 36.635 8. Alonso Ferrari + 46.544 9. Sutil Force India-Mercedes + 49.029 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:05.650 1. Webber 93 1. McLaren-Mercedes 172 2. Button 88 2. Red Bull-Renault 171 3. Hamilton 84 3. Ferrari 146 4. Alonso 79 4. Mercedes 100 5. Vettel 78 5. Renault 73 6. Massa 67 6. Force India-Mercedes 32 7. Kubica 67 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 66 8. Toro Rosso-Ferrari 4 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton landaði sigri í Formúlu 1 mótinu í Tyrklandi, eftir mikla dramatík á milli Red Bull ökumannanna Mark Webber og Sebastian Vettel, sem leiddu mótið en lentu í árekstri. McLaren ökumennirnir pressuðu í sífellu á liðsmenn Red Bull og munaði oft ekki nema 3-4 sekúndum á ökumönnum liðanna í fyrstu fjórum sætunum. Vettel reyndi svo framúrkastur á Webber, sem varð til þess að þeir skullu saman og Vettel féll úr leik, en Webber hafði leitt keppnina frá fyrsta metra. Vettel var heitt í hamsi eftir atvikið, en róaðist eftir að keppni lauk. Webber náði að ljúka keppninni í þriðja sætið. Við óhappið komst Hamilton í fyrsta sætið, og leiddi Jenson Button eftir brautinni. Button komst um tíma framúr Hamilton, en Hamilton sá sér leik á borði og smeygði sér framúr Button á dirfskufullan hátt í fyrstu beygju brautarinnar. Hamilton kom því fyrstur í endamark á undan Button og Webber, sem heldur forystu í stigamótinu, þrátt fyrir ólán dagsins. Hann stefndi á þriðja sigurinn í röð í mótinu. Webber er með 93 stig í stigamóti ökumanna, Button 88, Hamilton 84, Fernando Alonso 78 og Vettel 79. Í keppni bílasmiða er McLaren með 172, Red Bull 171 og Ferrari 146. Lokastaðan 1. Hamilton McLaren-Mercedes 1h28:47.620 2. Button McLaren-Mercedes + 2.645 3. Webber Red Bull-Renault + 24.285 4. Schumacher Mercedes + 31.110 5. Rosberg Mercedes + 32.266 6. Kubica Renault + 32.824 7. Massa Ferrari + 36.635 8. Alonso Ferrari + 46.544 9. Sutil Force India-Mercedes + 49.029 10. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:05.650 1. Webber 93 1. McLaren-Mercedes 172 2. Button 88 2. Red Bull-Renault 171 3. Hamilton 84 3. Ferrari 146 4. Alonso 79 4. Mercedes 100 5. Vettel 78 5. Renault 73 6. Massa 67 6. Force India-Mercedes 32 7. Kubica 67 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 66 8. Toro Rosso-Ferrari 4
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira