Vettel gæti verið í Formúlu 1 í 15 ár 22. nóvember 2010 12:55 Sebastian Vettel með skilti sem hann kvittaði á í gær fyrir framan heimamenn Í Heppenheim í gær. Hann er frá þessum bæ. Mynd: Getty Images Mario Thiessen hjá BMW telur að landi hans Sebastian Vettel geti orðið í Formúlu 1 næstu 15 árum, ef allt gengur vel hjá nýbökuðum meistaranum. Vettel heimsótti heimabæ sinn í Þýskalandi á sunnudaginn og mættu um 25.000 manns til að sjá meistarann. Hann kvittaði m.a. á götuskilti sem á stóð Vettelheim. "Hann vann frábæra vinnu, sérstaklega í síðusu fjórum mótunum þegar pressan jókst", sagði Thiessen í frétt á autosport.com um keppnistímabilið í ár. Thiessen þekkir vel til Vettels, en hann tók sín fyrstu Formúlu 1 spor tmeð BMW. Hnnn fór svo yfir til Red Bull fyrirtækisins, sem lét hann um borð í bíl Torro Rosso seinni hluta tímabilsins 2007. Vettel vann sitt fyrsta mót árið 2008 á Ítalíu Torro Rosso, en var síðan færður yfir til Red Bull liðsins. Vettel var síðan í meistaraslagnum þetta keppnistímabil og varð meistari á dögunum í Abu Dhabi. Það var í fyrsta skipti sem hann leiddi stigamótið. "Þegar allt gekk ekki eftir, þá hélt hann (Vettel) ró sinni. Á meðal þeirra fjögurra og fimm sem áttu möguleika, þá var það sá yngsti sem var hættu að gera mistök. Það var verulega gott." "Hann er toppökumaður, einn af toppökumönnunum í Formúlu 1, 23 ára gamall. Ef allt gengur vel, þá á hann 15 ár eftir í Formúlu 1, þannig að það eru nokkrir meistaratitlar sem hann getur unnið á réttum bíl." Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mario Thiessen hjá BMW telur að landi hans Sebastian Vettel geti orðið í Formúlu 1 næstu 15 árum, ef allt gengur vel hjá nýbökuðum meistaranum. Vettel heimsótti heimabæ sinn í Þýskalandi á sunnudaginn og mættu um 25.000 manns til að sjá meistarann. Hann kvittaði m.a. á götuskilti sem á stóð Vettelheim. "Hann vann frábæra vinnu, sérstaklega í síðusu fjórum mótunum þegar pressan jókst", sagði Thiessen í frétt á autosport.com um keppnistímabilið í ár. Thiessen þekkir vel til Vettels, en hann tók sín fyrstu Formúlu 1 spor tmeð BMW. Hnnn fór svo yfir til Red Bull fyrirtækisins, sem lét hann um borð í bíl Torro Rosso seinni hluta tímabilsins 2007. Vettel vann sitt fyrsta mót árið 2008 á Ítalíu Torro Rosso, en var síðan færður yfir til Red Bull liðsins. Vettel var síðan í meistaraslagnum þetta keppnistímabil og varð meistari á dögunum í Abu Dhabi. Það var í fyrsta skipti sem hann leiddi stigamótið. "Þegar allt gekk ekki eftir, þá hélt hann (Vettel) ró sinni. Á meðal þeirra fjögurra og fimm sem áttu möguleika, þá var það sá yngsti sem var hættu að gera mistök. Það var verulega gott." "Hann er toppökumaður, einn af toppökumönnunum í Formúlu 1, 23 ára gamall. Ef allt gengur vel, þá á hann 15 ár eftir í Formúlu 1, þannig að það eru nokkrir meistaratitlar sem hann getur unnið á réttum bíl."
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira