Anna Margrét Björnsson: Af grárri leðju og dómsdagsspám Anna Margrét Björnsson skrifar 20. apríl 2010 06:00 Ætli það sé ekki neisti innra með flestum okkar sem þrífst á spennu. Adrenalínkikkinu þegar við uppgötvum að við sitjum ekki einráð við stjórnvölinn og að lífið gæti hlaupið með okkur í áttir sem við ætluðum ekki að fara í. Eldgos og náttúruhamfarir kynda í þessum neista og þrátt fyrir að við höfum auðvitað öll áhyggjur af fólki og skepnum og býlum og flugsamgöngum þá er líka eitthvað dálítið spennandi og skemmtilegt við þetta allt saman. Það er öllum hollt að láta hrista aðeins upp í sér og muna eftir því að við erum bara peð í tafli æðri máttarvalda. Ekki eru allir spenntir fyrir eldgosinu eins og gefur að skilja og þá sérstaklega þeir sem þurfa að sitja undir öskufallinu undir Eyjafjöllum. „Dimmt og ömurlegt," sagði safnvörðurinn á Skógum í gær og bætti við að það væri afskaplega dapurt að vera í þessu. Dularfull öskuþokan og grá leðjan sem myndast úr henni rifja jafnvel upp hjá manni kafla úr Hringadróttinssögu Tolkiens og landi hins illa, Mordor, skuggalönd hins illa Saurons þar sem fjöll spúðu eldi og myrkar verur fæddust úr svartri leðju. Kvikmyndin 2012 og dómsdagsspár um heimsenda koma til hugar þegar jörðin opnast og ógnvænleg öskuský drottna á himnum. Djöfulleg mynd af gígunum í Eyjafjallajökli og fréttamyndir frá svartnættinu sem myndast þegar askan hylur sólarljósið vekja óneitanlega upp dálítið skrýtnar tilfinningar. Maður hugsar til þess þegar jörðin gerði lítið annað en að hegða sér einmitt svona, þegar eldar geisuðu í fornum heimsálfum og jarðskjálftar skóku allt fast land. Ég er hissa á því að það hafi ekki komið hrina frá trúarofstækismönnum um reiði guðs í formi spúandi eldfjalls. Sú eina sem ég hef rekist á er frá hægriöfgamanninum Rush Limbaugh sem tekst að túlka gosið á þann stórkostlega langsótta hátt að guð sé að refsa Barack Obama fyrir einhvern vitleysisgang í heilbrigðismálum Bandaríkjanna. Einhverjir sáu kannski andlit djöfulsins í eldgígunum í Eyjafjallajökli og tengdu gosið þar við refsingu guðs á vondum bankakörlum og 2007-sukki og siðleysi landsmanna. Sú kenning stenst ekki nema guð sé absúrdisti þar sem gosið gerði ekkert nema að bjarga neyðarlegri afsökunarbeiðni Björgólfs Thors og hefði lítil áhrif á útrásarvíkingana sem eru nú allir í útlegð erlendis. Ef eitthvert æðra máttarvald er að verki þá held ég frekar að það hafi aumkað sig yfir okkur Íslendinga með þessu kröftuga gosi. Það ákvað að við hefðum gott af því að breyta um umræðuefni og að við ættum skilið dálítið gott „PR- stönt" til að dreifa athyglinni frá óþægilegri málefnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Margrét Björnsson Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Ætli það sé ekki neisti innra með flestum okkar sem þrífst á spennu. Adrenalínkikkinu þegar við uppgötvum að við sitjum ekki einráð við stjórnvölinn og að lífið gæti hlaupið með okkur í áttir sem við ætluðum ekki að fara í. Eldgos og náttúruhamfarir kynda í þessum neista og þrátt fyrir að við höfum auðvitað öll áhyggjur af fólki og skepnum og býlum og flugsamgöngum þá er líka eitthvað dálítið spennandi og skemmtilegt við þetta allt saman. Það er öllum hollt að láta hrista aðeins upp í sér og muna eftir því að við erum bara peð í tafli æðri máttarvalda. Ekki eru allir spenntir fyrir eldgosinu eins og gefur að skilja og þá sérstaklega þeir sem þurfa að sitja undir öskufallinu undir Eyjafjöllum. „Dimmt og ömurlegt," sagði safnvörðurinn á Skógum í gær og bætti við að það væri afskaplega dapurt að vera í þessu. Dularfull öskuþokan og grá leðjan sem myndast úr henni rifja jafnvel upp hjá manni kafla úr Hringadróttinssögu Tolkiens og landi hins illa, Mordor, skuggalönd hins illa Saurons þar sem fjöll spúðu eldi og myrkar verur fæddust úr svartri leðju. Kvikmyndin 2012 og dómsdagsspár um heimsenda koma til hugar þegar jörðin opnast og ógnvænleg öskuský drottna á himnum. Djöfulleg mynd af gígunum í Eyjafjallajökli og fréttamyndir frá svartnættinu sem myndast þegar askan hylur sólarljósið vekja óneitanlega upp dálítið skrýtnar tilfinningar. Maður hugsar til þess þegar jörðin gerði lítið annað en að hegða sér einmitt svona, þegar eldar geisuðu í fornum heimsálfum og jarðskjálftar skóku allt fast land. Ég er hissa á því að það hafi ekki komið hrina frá trúarofstækismönnum um reiði guðs í formi spúandi eldfjalls. Sú eina sem ég hef rekist á er frá hægriöfgamanninum Rush Limbaugh sem tekst að túlka gosið á þann stórkostlega langsótta hátt að guð sé að refsa Barack Obama fyrir einhvern vitleysisgang í heilbrigðismálum Bandaríkjanna. Einhverjir sáu kannski andlit djöfulsins í eldgígunum í Eyjafjallajökli og tengdu gosið þar við refsingu guðs á vondum bankakörlum og 2007-sukki og siðleysi landsmanna. Sú kenning stenst ekki nema guð sé absúrdisti þar sem gosið gerði ekkert nema að bjarga neyðarlegri afsökunarbeiðni Björgólfs Thors og hefði lítil áhrif á útrásarvíkingana sem eru nú allir í útlegð erlendis. Ef eitthvert æðra máttarvald er að verki þá held ég frekar að það hafi aumkað sig yfir okkur Íslendinga með þessu kröftuga gosi. Það ákvað að við hefðum gott af því að breyta um umræðuefni og að við ættum skilið dálítið gott „PR- stönt" til að dreifa athyglinni frá óþægilegri málefnum.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun