Button slapp undan vopnuðum ræningjum 7. nóvember 2010 10:26 Jenson Button er ellefti á ráslínu fyrir mótið í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button og föruneyti hans slapp undan vopnuðum ræningjum sem gerðu tilraun til að nálgast bíl sem hann var farþegi í eftir tímatökuna á Interlagos brautinn í Brasiíu í gær. Hann var á ferð með föður sínum, sjúkraþjálfara og umboðsmanni samkvæmt tilkynningu frá McLaren liðinu, en autosport.com fjallaði um málið. Í tilkynningunni segir að ræningjar hafi reynt að nálgast bílinn sem Button var í og allir hafi slappið ómeiddir. Button ferðaðist í brynvörðum bíl sem lögreglumaður ók, en Lewis Hamilton fékk sömu þjónustu og lögreglumennirnir eru sérþjálfaðir í því að komast undan ræningjum. Ökumaður Buttons þröngvaði bílnum í gegnum umferðina og skilaði Button og samferðalöngum á hótelið þeirra. Nokkur ránstilvik hafa komið upp af þessu tagi gegnum tíðina í kringum brasilíska kappaksturinn, þó þau hafi ekki sérstaklega tengst ökumönnum í Formúlu 1. Yfirvöld á staðnum hafa aukið öryggi í kringum nokkra starfsmenn McLaren vegna atviksins þegar þeim verður komið á mótssvæðið. Button er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlli ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið, en staða hans er erfið þar sem hann er aðeins ellefti á ráslínu, en keppinautar hans í öðru til fimmta sæti. Ungur þýskur ökumaður, Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náð hinsvegari óvænt fremsta stað á ráslínu í tímatökunni í gær. Bein útsending er frá kappakstrinum á Interlagos kl. 15.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá. Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Jenson Button og föruneyti hans slapp undan vopnuðum ræningjum sem gerðu tilraun til að nálgast bíl sem hann var farþegi í eftir tímatökuna á Interlagos brautinn í Brasiíu í gær. Hann var á ferð með föður sínum, sjúkraþjálfara og umboðsmanni samkvæmt tilkynningu frá McLaren liðinu, en autosport.com fjallaði um málið. Í tilkynningunni segir að ræningjar hafi reynt að nálgast bílinn sem Button var í og allir hafi slappið ómeiddir. Button ferðaðist í brynvörðum bíl sem lögreglumaður ók, en Lewis Hamilton fékk sömu þjónustu og lögreglumennirnir eru sérþjálfaðir í því að komast undan ræningjum. Ökumaður Buttons þröngvaði bílnum í gegnum umferðina og skilaði Button og samferðalöngum á hótelið þeirra. Nokkur ránstilvik hafa komið upp af þessu tagi gegnum tíðina í kringum brasilíska kappaksturinn, þó þau hafi ekki sérstaklega tengst ökumönnum í Formúlu 1. Yfirvöld á staðnum hafa aukið öryggi í kringum nokkra starfsmenn McLaren vegna atviksins þegar þeim verður komið á mótssvæðið. Button er einn af fimm sem á möguleika á meistaratitlli ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið, en staða hans er erfið þar sem hann er aðeins ellefti á ráslínu, en keppinautar hans í öðru til fimmta sæti. Ungur þýskur ökumaður, Nico Hülkenberg á Williams Cosworth náð hinsvegari óvænt fremsta stað á ráslínu í tímatökunni í gær. Bein útsending er frá kappakstrinum á Interlagos kl. 15.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá.
Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira