Formúla 1

Íslendingar spenntir á lokamótinu í Formúlu 1 í Abu Dhabi

Már Ormarsson og Elín Reynisdóttir búa í Dubai en eru á Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi í dag.
Már Ormarsson og Elín Reynisdóttir búa í Dubai en eru á Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi í dag.

Íslenskir áhorfendur er á mótssvæðinu í Abu Dhabi þar sem lokamótið í Formúlu 1 fer fram í dag og fjórir ökumenn keppa um meistaratitilinn. Meðal þeirra eru hjóninn Elín Reynisdóttir og Már Ormarsson, en Már starfar sem flugumferðarstjóri í Dubai.

"Þetta er alveg einstök upplifun, en verst að við gleymdum íslenska fánanum heima, en hérna er fólk frá ýmsum löndum að fylgjast með. Ég held ekki með neinum, en konan segist halda með þessum unga (Sebastian Vettel) og svo Fernando Alonso", sagði Már í samtali við visir.is í dag.

Íslenski hópurinn er í stúku við eina kröppustu beygju brautarinnar og kemur til með að fylgjast með baráttu Vettles, Alonsons og svo Mark Webber og Lewis Hamilton.

"Það er mikill stemmning hérna og verður spennandi að fylgjast með keppninni", sagði Már.

Rætt verður við hjónakornin í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá mótinu sem hefst kl. 12.30 í opinni dagskrá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×