Harður titilslagur milli fimm ökumanna framundan 25. ágúst 2010 12:44 McLaren gekk ekki sem best í Ungverjalandi, en Lewis Hamilton er engu að síður í öðru sæti í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. "Það er mjótt á munum í stigaslagnum. Við stóðum okkur ekki nógu vel í síðustu keppni í Ungverjalandi og það var mikið bil á milli okkar og Ferrari og Red Bull. Við þurftum því að endurmeta stöðu okkar", sagði Neale í frétt á autosport.com. Hann telur skipta miklu máli hvernig framþróun keppnisbíla verður í næstu mótum, en fimm ökumenn eru í hörkuslag um meistaratitilinn. "Næstu mót verða þróunar kapphlaup, eins og við vissum fyrir tímabilið, þar sem margir ökumenn eru um hituna. Það mun ráða miklu hverju við getum fundið upp á til loka ársins. Við verðum með nýjungar í mótinu í Singapúr og ennig í lokamótinu ef slagurinn verður enn jafn harður í lokin." Neale sagði að öll lið yrðu að gæta að kostnaði og það geti ekkert lið keypt sig út úr vandræðum ef svo má orða það, með óheyrilegum tilkostnaði. Þak var sett á rekstrarkostnað keppnisliða fyrir tímabilið. Sýnt er frá mótinu í Spa í Belgíu á Stöð 2 Sport um helgina í þáttum og beinum útsendingum. Staðan í stigamóti ökumanna 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. "Það er mjótt á munum í stigaslagnum. Við stóðum okkur ekki nógu vel í síðustu keppni í Ungverjalandi og það var mikið bil á milli okkar og Ferrari og Red Bull. Við þurftum því að endurmeta stöðu okkar", sagði Neale í frétt á autosport.com. Hann telur skipta miklu máli hvernig framþróun keppnisbíla verður í næstu mótum, en fimm ökumenn eru í hörkuslag um meistaratitilinn. "Næstu mót verða þróunar kapphlaup, eins og við vissum fyrir tímabilið, þar sem margir ökumenn eru um hituna. Það mun ráða miklu hverju við getum fundið upp á til loka ársins. Við verðum með nýjungar í mótinu í Singapúr og ennig í lokamótinu ef slagurinn verður enn jafn harður í lokin." Neale sagði að öll lið yrðu að gæta að kostnaði og það geti ekkert lið keypt sig út úr vandræðum ef svo má orða það, með óheyrilegum tilkostnaði. Þak var sett á rekstrarkostnað keppnisliða fyrir tímabilið. Sýnt er frá mótinu í Spa í Belgíu á Stöð 2 Sport um helgina í þáttum og beinum útsendingum. Staðan í stigamóti ökumanna 1 Mark Webber 161 2 Lewis Hamilton 157 3 Sebastian Vettel 151 4 Jenson Button 147 5 Fernando Alonso 141
Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira