Átta lið á heimavelli á Silverstone 6. júlí 2010 11:11 Eddie Jordan stofnaði Jordan liðið sem er við Silverstone, en í dag á Vijay Mallya Force India liðið við brautina. Mynd: Getty Images Óhætt er að segja að Silverstone sé vagga Formúlu 1, en fyrsta mótið fór fram á brautinni árið 1950 og átta keppnislið af tólf eru staðsett í Bretlandi. Ekkert lið er þó eins nærri brautinni og Force India, sem er raunverulega staðsett rétt utan brautarmarkanna. Force India, Lotus, McLaren, Renault, Mercedes; Red Bull, Williams og Virgin eru öll í Bretlandi og talið er að um 50.000 starfi beinlínis við akstursíþróttaiðnanum í Bretlandi. Indverski miljarðamæringurinn sá spennandi tækifæri þegar honum bauðst að kaupa aðstöðuna sem Force India er með við Silverstone. Upphaflega var Jordan liðið með aðstöðuna, en ýmsir aðilar keyptu og seldu liðið sem skipti um nafn oftar en einu sinni. En Force India er eign Mallya og liðinu hefur vaxið ásmeginn eftir að samið var um vélar við Mercedes. "Þetta er stór helgi og við viljum standa okkur vel á Silverstone. Þetta er heimabraut okkar og allt liðið nýtur helgarinnar. Vonandi getum við komið báðum bílum í stigasæti, með uppfærslum sem við notuðum í Valencia. Við höfum aldrei haft eins góðan bíl á Silverstone", sagði Vijay Mallya. "Ég hef tjáð mig um það áður að markmið okkar er að ná í stig reglulega og við erum að ná því marki. Spa og Monza eru brautir sem henta bíl okkar og ef við náum á verðlaunapall, þá væri það toppurinn á ísjakanum. Ef ekki, þá erum við altént búnir að næla 43 stig og liðið hefur ekki náð þeim árangri áður." Ítalinn Viantonio Liuzzi og Þjóðverjinn Adrian Sutil aka bílum Force India og Skotinn Paul di Resta er varaökumaður. "Við verðum með starfsmannafögnuð á laugardeginum, þannig að andinn ætti að vera enn betri innan liðsins. Menn leggja hart að sér til að ná árangri og það væri gaman að ná góðum árangri á heimavelli", sagði Sutil um næsta mót. "Ég fer í ökuhermi í vikunni til að skoða brautina og það er aðeins einn nýr hluti á brautinni og það verður því ekki mikil vinna að prófa hana. Það hefur verið haldið í bestu hlutanna og hún er með sama karakter, með háhraða og flæðandi", sagði Sutil. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Óhætt er að segja að Silverstone sé vagga Formúlu 1, en fyrsta mótið fór fram á brautinni árið 1950 og átta keppnislið af tólf eru staðsett í Bretlandi. Ekkert lið er þó eins nærri brautinni og Force India, sem er raunverulega staðsett rétt utan brautarmarkanna. Force India, Lotus, McLaren, Renault, Mercedes; Red Bull, Williams og Virgin eru öll í Bretlandi og talið er að um 50.000 starfi beinlínis við akstursíþróttaiðnanum í Bretlandi. Indverski miljarðamæringurinn sá spennandi tækifæri þegar honum bauðst að kaupa aðstöðuna sem Force India er með við Silverstone. Upphaflega var Jordan liðið með aðstöðuna, en ýmsir aðilar keyptu og seldu liðið sem skipti um nafn oftar en einu sinni. En Force India er eign Mallya og liðinu hefur vaxið ásmeginn eftir að samið var um vélar við Mercedes. "Þetta er stór helgi og við viljum standa okkur vel á Silverstone. Þetta er heimabraut okkar og allt liðið nýtur helgarinnar. Vonandi getum við komið báðum bílum í stigasæti, með uppfærslum sem við notuðum í Valencia. Við höfum aldrei haft eins góðan bíl á Silverstone", sagði Vijay Mallya. "Ég hef tjáð mig um það áður að markmið okkar er að ná í stig reglulega og við erum að ná því marki. Spa og Monza eru brautir sem henta bíl okkar og ef við náum á verðlaunapall, þá væri það toppurinn á ísjakanum. Ef ekki, þá erum við altént búnir að næla 43 stig og liðið hefur ekki náð þeim árangri áður." Ítalinn Viantonio Liuzzi og Þjóðverjinn Adrian Sutil aka bílum Force India og Skotinn Paul di Resta er varaökumaður. "Við verðum með starfsmannafögnuð á laugardeginum, þannig að andinn ætti að vera enn betri innan liðsins. Menn leggja hart að sér til að ná árangri og það væri gaman að ná góðum árangri á heimavelli", sagði Sutil um næsta mót. "Ég fer í ökuhermi í vikunni til að skoða brautina og það er aðeins einn nýr hluti á brautinni og það verður því ekki mikil vinna að prófa hana. Það hefur verið haldið í bestu hlutanna og hún er með sama karakter, með háhraða og flæðandi", sagði Sutil.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira