Formúla 1

Ferrari stjórinn biður menn að halda ró og einbeitingu

Ferrari liðið fagnaði vel í gær effir sigur í Siður Kóreu.
Ferrari liðið fagnaði vel í gær effir sigur í Siður Kóreu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson

Stefano Domenicali, yfirmaður Ferrari Formúlu 1 liðsins var ánægður með afraksturinn í mótinu í Suður Kóreu í gær. Hann segir í fréttatilkynningu frá Ferrari að menn verði að halda ró sinni og einbeitingu þrátt fyrir gott gengi. Tvö mót eru enn eftir í meistaramótinu og Fernando Alonso á Ferrari er efstur að stigum.

"Fyrst og fremst þá skulum við halda ró okkar. Þetta hefur verið frábær dagur, þar sem við höfum snúið stöðunni í stigamóti ökumanna og gefið okkur aukið færi í stigakeppni bílasmiða", sagði Domenicali í tilkynningu Ferrari eftir mótið í gær og gat þess að það væri strembin tími framundan.

"Það eru tvö mót eftir og við verðum að mæta í þau af ákveðni, sem hefur komið okkur í slaginn aftur, sem margir töldu ómögulegt. Ég hef oft sagt það áður og vill endurtaka það. Það sem skiptir mestu máli á lokasprettinum er að liðið og ökumenn haldi haus, auk einbeitingar. Þolgæðin þurfa að vera til staðar varðandi bílinn. Við sönnuðum um helgina að við getum það, jafnvel við erfiðar aðstæður eins og voru í dag."

"Við mætum erfiðum andstæðingum, sérstaklega hvað varðar lið sem hefur 14 sinnum náð besta tíma í tímatökum í 17 mótum. Það að vera í þessari stöðu þegar tvö mót eru eftir er mikilvægt. Við þökkum ökumönnum okkar sem eru frábærir. Þeir gerðu engin mistök undir álagi við erfiðar aðstæður. Liðið vann vel og smávegis vandamál við þjónustuhlé Fernando var bætt upp í brautinni", sagði Domencali um mótið í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×