Formúla 1

Schumacher rólegur þrátt fyrir erfiða byrjun

Michael Schumacher brosir þrátt fyrir mótlætið. Hann telur að rætast muni úr málum.
Michael Schumacher brosir þrátt fyrir mótlætið. Hann telur að rætast muni úr málum. mynd: Getty Images

Michael Schumacher er ekkert að stressa sig á umræðunni um að hann hafi ekki náð tilætluðum árangri í Formúlu 1. Hann keppir á Spáni um helgina.

 

 

"Ef við skoðum hvað hefur gengið á, þá getum við sagt að í Kína hafi ég ekki gert góða hluti. En ég er bjartsýnn á að hlutirnir fari að ganga og er tiltölulega sfslappaður með stöðuna", sagði Schumacher sem hefur keppt í fjórum mótum til þessa. Í tveimur lenti hann í vandræðum með bílinn, ekið var á hann og svo bilaði afturfjöðrun. Vefsetur Autosport hafði ummæli hans eftir honum.

 

 

"Ég veit að bíllinn hentar mér ekki eins og er og ég bjóst ekki við að mæta og leggja alla að velli. Þetta tekur tíma og gengur bara vel. Ég þarf að finna leið til að læra á bílinn, rétt eins og í gamla daga. Ég bjóst aldrei við að byrja eins og ég endaði með Ferrari. Jafnvel þegar mér gekk sem best með Ferrari, þá komu tímar þar sem hlutirnir gengu ekki upp og ég svipaða gagnrýni."

 

Ýmsir aðilar, blaðamenn og gamlir keppnismenn hafa rætt að Schumacher hafi ekki staðið sig sem skyldi, en margir toppökumenn á ráslínunni búast við honum sterkum fyrr eða síðar á árinu. Robert Kubica sagði þó í dag að hann hefði búist við meira af Schumacher og sama mætti segja um einhverja fleiri ökumenn.

 

 

Schumacher fær endurbættan bíl í hendurnar fyrir mótið í Barcelona, sem ætti að auka hraða Mercedes bílsins, en önnur lið mæta líka með endurbætta bíla. Bíll Schumachers og Nico Rosberg verður m.a. með lengra hjólhaf en áður og breytta yfirbyggingu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×