Schumacher elskar Suzuka 8. október 2010 10:00 Michael Schumacher er sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni í Japan. Mynd: Getty Images Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Michael Schumacher er sáttur eftir æfingar næturinnar á Suzuka brautinni í Japan, en hann hefur unnið mót á brautinni oftar en nokkur annar eða sex sinnum. Hann var meðal átta fremstu á báðum æfingunum í nótt og á undan liðsfélaga sínum Nico Rosberg. Brautin í Suzuka er 5.807 km löng og í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum vegna þess hvernig hún er í laginu, en brautin er sú eina sem er áttulaga. "Það er frábær tilfinning að keyra þessa braut á ný. Það er virkilega skemmtilegt og verðugt verkefni. Ég hef alltaf elskað Suzuka brautina og sérstaklega fyrsta tímatökusvæðið, sem er svalt og reynir á. Ef maður kemst rétt í gegnum þá upplifuru vellíðan. Ég er ánægður með æfinguna í dag og bíllinn virðist betri hérna en ég átti von á og það kom ekkert sérstakt upp á. Vonandi gengur vel í tímatökunni og við reynum að hámarka árangurinn", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. Liðsfélagi hans Rosberg lenti í vandræðum með bílinn í nótt. "Þetta var erfiður föstudagur. Gírkassinn bilaði í bílnum og ég tapaði tíma á lokahluta fyrri æfingarinnar. Síðan var ég bara ekkert sáttur við bílinn. Bíllinn var mjög undirstýrður og ég veit ekki afhverju. Það þarf að skoðast. Þetta verður áhugaverð helgi. Það gekk vel á mýkri dekkjunum og vonandi getum við byggt á því í framhaldinu. Þetta verður áhugaverð helgi í ljósi þess að það á að rigna og við reynum að nýta það sem best", sagði Rosberg. Sýnt verður frá æfingunum á Suzuka brautinni í Japan kl. 21.10 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira