Formúla 1

Formúla 1 á Mæjorka í athugun

Þúsundir Íslendinga hafa heimsótt Mæjorka.
Þúsundir Íslendinga hafa heimsótt Mæjorka. Mynd: Getty Images
Bernie Ecclestone sem stýrir málum varðndi mótshald í Formúlu 1 er að skoða hvort til greina komi að skipuleggja mót á eyjunni Mæjorka, sem er Íslendingum að góðu kunn. Mæjorka er vinsæll baðstrandastaður og Joan Jaume Mulet einn forsvarsmanna þar hefur fengið spænska arkitketa til að vinna að drögum að braut samkvæmt frétt á autosport.com. Ecclestone hitti forsvarsmenn málsins í Mæjorka á Valencia brautinni um helgina. Keppt er á tveimur brautum í Formúlu 1 á Spáni í dag, en mögulegt er að Valencia mótið falli útaf sakramentinu. Brautin á Mæjorka yrði 5.674 km löng og ef allt gengur eftir yrði hún tilbúinn 2013.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×