Alonso mætir óttalaus í lokaslaginn 4. október 2010 13:24 Fernando Alonso fagnar sigri í Singapúr, en hann hefur unnið tvö síðustu mót ársins. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn. "'Ég hef verið í sambandi við liðið og veit að í Maranello (bækistöð Ferrari) þá eru allir skýjunum með sigurinn í Singapúr. Þannig á það að vera og ég er ánægður líka, þó ég viti að vandasamt verk sé framundan", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í ummæli hans á heimasíðu Ferrari. "Þessir tveir sigrar sem við höfum unnið í röð, hafa minnkað bilið sem (í stigamótinu) komið var upp, en við erum ekki efstir ennþá. Núna tekur alvaran við og við munum þurfa upplifa sársauka og það er tími fyrir alla að gefa allt sitt í dæmið, án þess að taka skref afturábak." "Það eru fimm ökumenn með augun á titlinum og staðan getur breyst fljótt, eins og við höfum séð oft á þessu ári. Ef einhver af þessum fimm gerir mistök, þá vandast málið fyrir viðkomandi. Ég hef enn trú á því að lykill sé að komast á verðlaunapall og reikna saman stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamótið fer fram í Abu Dhabi í nóvember. "Sigrarnir í Monza og Singapúr fylla menn sjálfstrausti, ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. Möguleikar okkar hafa stundum hangið á bláþræði. Sigur á tveimur mismunandi brautum staðfesta að bíll okkar er traustur og við getum mætt í mótin án ótta", sagði Alonso. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn. "'Ég hef verið í sambandi við liðið og veit að í Maranello (bækistöð Ferrari) þá eru allir skýjunum með sigurinn í Singapúr. Þannig á það að vera og ég er ánægður líka, þó ég viti að vandasamt verk sé framundan", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í ummæli hans á heimasíðu Ferrari. "Þessir tveir sigrar sem við höfum unnið í röð, hafa minnkað bilið sem (í stigamótinu) komið var upp, en við erum ekki efstir ennþá. Núna tekur alvaran við og við munum þurfa upplifa sársauka og það er tími fyrir alla að gefa allt sitt í dæmið, án þess að taka skref afturábak." "Það eru fimm ökumenn með augun á titlinum og staðan getur breyst fljótt, eins og við höfum séð oft á þessu ári. Ef einhver af þessum fimm gerir mistök, þá vandast málið fyrir viðkomandi. Ég hef enn trú á því að lykill sé að komast á verðlaunapall og reikna saman stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamótið fer fram í Abu Dhabi í nóvember. "Sigrarnir í Monza og Singapúr fylla menn sjálfstrausti, ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. Möguleikar okkar hafa stundum hangið á bláþræði. Sigur á tveimur mismunandi brautum staðfesta að bíll okkar er traustur og við getum mætt í mótin án ótta", sagði Alonso.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira