Alonso vann eftir stormasama keppni 24. október 2010 11:34 Fernando Alonso á Ferrari varð á undan Lewis Hamilton á McLaren í Suður Kóreu í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Fernando Alonso á Ferrari vann sigur í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í nótt, eftir að þremur af fimm keppinautum hans um meistaratitilinn í Formúlu 1 fataðist flugið. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Felipe Massa á Ferrari þriðji í keppninni. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel á Red Bull féllu úr leik og Jenson Button komst ekki í stigasæti. Þessir fimm eiga þó allir enn möguleika á meistaratitilinum. Veðurguðirnir settu svip sinn á keppnina, en ekki var hægt að hefja hana á réttum tíma, þar sem vatnsflaumurinn á brautinni var of mikill. Raunverulegur kappakstur hófst ekki fyrr en 1,45 mínútur eftir áætlaða fyrstu ræsingu samkvæmt frétt á autosport.com. Þá hafði verið reynt að ræsa keppnina fyrir aftan öryggisbílinn og eknir voru fjórir hringir. Þá kom hátt í klukkutíma töf og svo óku keppendur 13 hringi fyrir aftan öryggisbílinn eftir endurræsingu. Þegar keppnin komst loks í gang að einhverju marki náði Vettel forystu, en félagi hans Webber brást bogalistinn og snerist í brautinni og rann í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes. Báðir féllu úr leik vegna skemmda á bílunum, en Webber var í stigaforystu fyrir mótið. Enn þurfti að endurræsa keppnina, en nokkru síðar klessti Sebastian Buemi Torro Rosso bíl sinn á Timo Glock á Virgin og enn þurfti að kalla öryggisbílinn út og síðan endurræsa keppnina. Vettel var í forystu eftir endurræsingu og Alonso hafði fallið í þriðja sætið á eftir Hamilton, eftir að mistókst að festa framhjól nógu hratt í þjónustuhléi á meðan öryggisbíllinn var enn í brautinni. En Hamilton missti bílinn líttilega út fyrir braut í fyrstu beygju eftir endurræsingu og Alonso náði framúr aftur og í annað sætið. Vettel var í góðum málum þar til að vélin bílaði í bíl hans og hann varð að hætta keppni, á meðan Alonso náði forystu, sem hann hélt til loka á undan Hamilton. Button gekk illa í keppninni og fékk engin stig út úr mótinu. Með fimmta sigrinum í ár náði Alonso forystu í stigamóti ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið. Hann er með 231 stig, Webber er með 220, Hamilton 210 og Vettel 206. Button er með 189 og á tölfræðilega möguleika á sigri, en staða hans er heldur vonlítil. Fimmtíu stig eru í pottinum fyrir sigur í þeim mótum sem eftir eru. Lokastaðan í Suður Kóreu 1. Alonso Ferrari 2:48:20.810 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 14.999 3. Massa Ferrari + 30.868 4. Schumacher Mercedes + 39.688 5. Kubica Renault + 47.734 6. Liuzzi Force India-Mercedes + 53.571 7. Barrichello Williams-Cosworth + 1:09.257 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:17.889 9. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:20.107 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 1:20.851 Stigastaðan 1. Alonso 231 1. Red Bull-Renault 426 2. Webber 220 2. McLaren-Mercedes 399 3. Hamilton 210 3. Ferrari 374 4. Vettel 206 4. Mercedes 188 5. Button 189 5. Renault 143 6. Massa 143 6. Force India-Mercedes 68 7. Kubica 124 7. Williams-Cosworth 65 8. Rosberg 122 8. Sauber-Ferrari 43 9. Schumacher 66 9. Toro Rosso-Ferrari 11 Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari vann sigur í fyrsta Formúlu 1 mótinu í Suður Kóreu í nótt, eftir að þremur af fimm keppinautum hans um meistaratitilinn í Formúlu 1 fataðist flugið. Lewis Hamilton á McLaren varð annar og Felipe Massa á Ferrari þriðji í keppninni. Bæði Mark Webber og Sebastian Vettel á Red Bull féllu úr leik og Jenson Button komst ekki í stigasæti. Þessir fimm eiga þó allir enn möguleika á meistaratitilinum. Veðurguðirnir settu svip sinn á keppnina, en ekki var hægt að hefja hana á réttum tíma, þar sem vatnsflaumurinn á brautinni var of mikill. Raunverulegur kappakstur hófst ekki fyrr en 1,45 mínútur eftir áætlaða fyrstu ræsingu samkvæmt frétt á autosport.com. Þá hafði verið reynt að ræsa keppnina fyrir aftan öryggisbílinn og eknir voru fjórir hringir. Þá kom hátt í klukkutíma töf og svo óku keppendur 13 hringi fyrir aftan öryggisbílinn eftir endurræsingu. Þegar keppnin komst loks í gang að einhverju marki náði Vettel forystu, en félagi hans Webber brást bogalistinn og snerist í brautinni og rann í veg fyrir Nico Rosberg á Mercedes. Báðir féllu úr leik vegna skemmda á bílunum, en Webber var í stigaforystu fyrir mótið. Enn þurfti að endurræsa keppnina, en nokkru síðar klessti Sebastian Buemi Torro Rosso bíl sinn á Timo Glock á Virgin og enn þurfti að kalla öryggisbílinn út og síðan endurræsa keppnina. Vettel var í forystu eftir endurræsingu og Alonso hafði fallið í þriðja sætið á eftir Hamilton, eftir að mistókst að festa framhjól nógu hratt í þjónustuhléi á meðan öryggisbíllinn var enn í brautinni. En Hamilton missti bílinn líttilega út fyrir braut í fyrstu beygju eftir endurræsingu og Alonso náði framúr aftur og í annað sætið. Vettel var í góðum málum þar til að vélin bílaði í bíl hans og hann varð að hætta keppni, á meðan Alonso náði forystu, sem hann hélt til loka á undan Hamilton. Button gekk illa í keppninni og fékk engin stig út úr mótinu. Með fimmta sigrinum í ár náði Alonso forystu í stigamóti ökumanna þegar tveimur mótum er ólokið. Hann er með 231 stig, Webber er með 220, Hamilton 210 og Vettel 206. Button er með 189 og á tölfræðilega möguleika á sigri, en staða hans er heldur vonlítil. Fimmtíu stig eru í pottinum fyrir sigur í þeim mótum sem eftir eru. Lokastaðan í Suður Kóreu 1. Alonso Ferrari 2:48:20.810 2. Hamilton McLaren-Mercedes + 14.999 3. Massa Ferrari + 30.868 4. Schumacher Mercedes + 39.688 5. Kubica Renault + 47.734 6. Liuzzi Force India-Mercedes + 53.571 7. Barrichello Williams-Cosworth + 1:09.257 8. Kobayashi Sauber-Ferrari + 1:17.889 9. Heidfeld Sauber-Ferrari + 1:20.107 10. Hulkenberg Williams-Cosworth + 1:20.851 Stigastaðan 1. Alonso 231 1. Red Bull-Renault 426 2. Webber 220 2. McLaren-Mercedes 399 3. Hamilton 210 3. Ferrari 374 4. Vettel 206 4. Mercedes 188 5. Button 189 5. Renault 143 6. Massa 143 6. Force India-Mercedes 68 7. Kubica 124 7. Williams-Cosworth 65 8. Rosberg 122 8. Sauber-Ferrari 43 9. Schumacher 66 9. Toro Rosso-Ferrari 11
Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira