Formúla 1

Webber: Ekkert lið er skothelt

Bíll Mark Webber virtist vera bila í ræsingu í fyrsta móti ársins, en hann slapp með skrekkinn, en félagi hans Vettel var ekki eins lánsamur.
Bíll Mark Webber virtist vera bila í ræsingu í fyrsta móti ársins, en hann slapp með skrekkinn, en félagi hans Vettel var ekki eins lánsamur. mynd: Getty Images

Mark Webber segir að ekki sé spurning að áreiðanleiki Red Bull bílanna

verði eins og best verður á kosið, þó lið hans hafi lent í ýmsum vandræðum

í fyrsta móti ársins. Sebastian Vettel, félagi Webber missti af mögulegum

sigri, þegar vélin bilaði í Red Bull bíl hans. Hann hafði leitt mótið i

Barein frá byrjun.

"Það er ekkert liði skothelt og liðin munu hiksta annað slagið. Við höfum

lært mikið inn á bílinn síðustu mánuði og munum gera það áfram", sagði

Webber í samtali við BBC. Í fyrra lenti Vettel í vanda í fyrstu tveimur

mótunum, en hann stefnir á titilinn í ár. Hann náði fjórða sæti í Barein

eftir að það bilaði hjá honum.

Fernando Alonso og Felipe Massa á Ferrari og Lewis Hamilton komust allir

framúr Vettel, sem sást sparka í jörðina eftir að hann steig upp úr bíl

sínum við endamarkið. Dýrmætur sigur í fyrsta mót fyrir bí og dýrmæt stig.

Sigurvegari fær 25 stig, en sá í öðru sæti 18. Þannig að sigur er

mikilvægur í mótum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×