Forseti Írans bregst við íslenskri fálkamynd 6. maí 2010 08:00 Forseti Írans var loðinn í svörum í viðtali við ABC-fréttastöðina þar sem hann var spurður um þær staðhæfingar í íslensku heimildarmyndinni Feathered Cocaine að Osama bin Laden væri búsettur í Íran. „Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira