Árangur í tímatökum lykill að titlinum 11. október 2010 15:30 Japanskir Ferrari aðdáendur settu skemmtilegan svip á mótshaldið í gær. Mynd: Getty Images Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi. Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Stefano Domenicali, yfirmaður Formúlu 1 liðs Ferrari telur það að ná góðum árangri í tímatökum í Formúlu 1 í þeim þremur mótum sem eftir eru verði lykillinn að því að landa meistaratitlinum. Fimm ökumenn eiga möguleika á titli ökumanna. Fernando Alonso hjá Ferrari er jafn Sebastian Vettel á Red Bull í stigamóti ökumanna með 206 stig, en Mark Webber á Red Bull er efstur með 220 stig. Red Bull réð lögum og lofum í mótinu á Suzuka í gær. Vettel naí besta tíma í tímatökum og fylgdi því eftir með sigri. "Ég tel að þeir séu að gera frábæra hluti í undirbúningu og tímatökum, en við höfum séð að við stöndum okkur betur í tímatökum, þá getum við sigrað þá. Annars er þetta erfitt, en við sjáum hvað gerist í næstu mótum. Miði er möguleiki", sagði Domenicali í frétt á autosport.com. Alonso taldi fyrir mótið á Suzuka að markmiðið væri að komast á verðlaunapall, en Red Bull bíllinn hentar sérlega vel á brautina. Alonso náði þriðja sæti í gær. "Við vissum að þetta yrði erfið braut fyrir okkur, en við vorum altént samkeppnisfærir í kappakstrinum. Red Bull menn voru sterkari og McLaren ekki sem verstir, en þeir lentu í vandræðum með bíl Lewis. En við náðum á verðlaunapall sem var markmiðið." "Staðan í stigamótinu er galopinn. Það er þrjú mót eftir og allt er mögulegt. Við verðum að vera í slagnum allt til loka", sagði Domenicali. Næst verður keppt í Suður Kóreu um aðra helgi á nýrri braut. Síðan í Brasilíu og Abu Dhabi.
Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira