Formúla 1

Schumacher og Rosberg bjartsýnir

Michael Schumacher ekur út úr þekktum undirgöngum í Mónakó sem setja alltaf svip á mótið.
Michael Schumacher ekur út úr þekktum undirgöngum í Mónakó sem setja alltaf svip á mótið. Mynd: Getty Images
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. "Það var mjög gaman á æfingum í dag. Það er mjög sérstakt að keyra í Mónakó og ég naut þess eftir að hafa náð taktinum sem þarf í brautinni. Sérstaklega þegar ég ók margra hringi í einum rykk", sagði Schumacher í dag. "Við getum verið nokkuð bjartsýnir, því bíllinn lætur vel af stjórn. Önnur lið hafa meiri hámarkshraða á öðrum brautum, en hafa hann ekki hér. Því þéttist hópurinn nokkuð og það verður spennandi að sjá hvað gerist í tímatökunni. Ég hlakka til hennar." Liðsfélagi Schumachers, Nico Rosberg býr í Mónakó og þekkir brautina því vel. Hann var með næst besta tíma í dag. "Við náðum góðri siglingu á seinni æfingu, eftir vandamál á þeirri fyrri. Mér leið mjög vel í bílnum og við gátum lagað uppstillingu bílsins tal á markvissan hátt. Það lítur því allt vel út fyrir tímatökuna á laugardag", sagði Rosberg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×