Schumacher og Rosberg bjartsýnir 13. maí 2010 18:15 Michael Schumacher ekur út úr þekktum undirgöngum í Mónakó sem setja alltaf svip á mótið. Mynd: Getty Images Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. "Það var mjög gaman á æfingum í dag. Það er mjög sérstakt að keyra í Mónakó og ég naut þess eftir að hafa náð taktinum sem þarf í brautinni. Sérstaklega þegar ég ók margra hringi í einum rykk", sagði Schumacher í dag. "Við getum verið nokkuð bjartsýnir, því bíllinn lætur vel af stjórn. Önnur lið hafa meiri hámarkshraða á öðrum brautum, en hafa hann ekki hér. Því þéttist hópurinn nokkuð og það verður spennandi að sjá hvað gerist í tímatökunni. Ég hlakka til hennar." Liðsfélagi Schumachers, Nico Rosberg býr í Mónakó og þekkir brautina því vel. Hann var með næst besta tíma í dag. "Við náðum góðri siglingu á seinni æfingu, eftir vandamál á þeirri fyrri. Mér leið mjög vel í bílnum og við gátum lagað uppstillingu bílsins tal á markvissan hátt. Það lítur því allt vel út fyrir tímatökuna á laugardag", sagði Rosberg. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes báru sig vel eftir æfingar keppnisliða á brautinni í Mónakó í dag. Rosberg náð næst besta tíma og Schumacher varð var með fimmta besta tíma dagsins í dag, aðeins 0.239 sekúndum frá tíma Fernando Alonso hjá Ferrari sem var fljótastur. "Það var mjög gaman á æfingum í dag. Það er mjög sérstakt að keyra í Mónakó og ég naut þess eftir að hafa náð taktinum sem þarf í brautinni. Sérstaklega þegar ég ók margra hringi í einum rykk", sagði Schumacher í dag. "Við getum verið nokkuð bjartsýnir, því bíllinn lætur vel af stjórn. Önnur lið hafa meiri hámarkshraða á öðrum brautum, en hafa hann ekki hér. Því þéttist hópurinn nokkuð og það verður spennandi að sjá hvað gerist í tímatökunni. Ég hlakka til hennar." Liðsfélagi Schumachers, Nico Rosberg býr í Mónakó og þekkir brautina því vel. Hann var með næst besta tíma í dag. "Við náðum góðri siglingu á seinni æfingu, eftir vandamál á þeirri fyrri. Mér leið mjög vel í bílnum og við gátum lagað uppstillingu bílsins tal á markvissan hátt. Það lítur því allt vel út fyrir tímatökuna á laugardag", sagði Rosberg.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira