Trúaðir segja nei Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. mars 2010 06:00 Viðbrögð Vinstri grænna við hugmyndum, sem Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku, um að byggð verði upp á Keflavíkurflugvelli miðstöð hollenzks fyrirtækis, sem leigir út óvopnaðar herþotur til þátttöku í heræfingum, hafa verið býsna eindregin. Fyrirtækið er einkarekið og tengist hernaði. Hvort tveggja dugir til að ýta á takka á Vinstri grænum, sem framkallar strax einróma, þvert nei. Vinstri grænir telja því að ekki þurfi að ræða eða skoða málið frekar. Fyrirtækið ECA Programs sé bara vont einka- og herfyrirtæki. En kannski vilja einhverjir aðrir afla sér upplýsinga áður en þeir ákveða sig. Fyrirtækið vill fjárfesta hér á landi fyrir verulegar upphæðir. Það vill skapa um 200 störf, flest fyrir vel menntaða einstaklinga. Á Suðurnesjum er talsverð þekking og reynsla af þjónustu við flugstarfsemi eins og þá, sem fyrirtækið hyggst reka, og hún hentar því vel atvinnulausum Suðurnesjamönnum. Starfsemi fyrirtækisins er ekki hernaðarstarfsemi, enda eru þotur þess óvopnaðar og starfsmennirnir bera ekki vopn. ECA Programs er hins vegar eitt af ótalmörgum fyrirtækjum á Vesturlöndum sem þjónusta hernaðaryfirvöld. Fyrirtækið vinnur eingöngu fyrir heri Atlantshafsbandalagsins og vinveittra ríkja. Ástæðan fyrir því að hernaðaryfirvöld í NATO-ríkjunum sýna starfsemi þess áhuga, er að hún gerir þeim kleift að draga úr kostnaði. Vinstri grænir eru alveg á móti veru Íslands í hernaðarbandalaginu NATO, eins og þeir ítrekuðu fyrir helgina. Það breytir ekki því að meirihluti þjóðarinnar telur Ísland eiga heima í bandalaginu. Og af hverju ætti Ísland þá ekki að hýsa fyrirtæki, sem tengist starfsemi NATO? Hér á landi eru ótal fyrirtæki, sem um árabil þjónustuðu bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli og eru að því leyti ekkert frábrugðin ECA. Eru það vond fyrirtæki? Íslenzk sprotafyrirtæki hafa sum hver þróað vörur, sem nýtast í hernaði. Prímex á Siglufirði framleiðir til að mynda sáraumbúðir með kítósani, unnu úr rækjuskel, sem bandaríski herinn notar. Hafmynd í Kópavogi framleiðir dvergkafbáta, sem eru notaðir í hernaði. Gavia-kafbáturinn þjónar til dæmis hlutverki æfingaskotmarks í heræfingum danska flotans. Eru þetta þá líka vond fyrirtæki? Afstaða Vinstri grænna þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Flokkurinn virðist ófær um að taka afstöðu til nýrra atvinnutækifæra út frá öðru en eigin hugmyndafræði. Í trúarhita sínum hafa vinstri grænir þegar afneitað einkaspítala á gamla varnarsvæðinu. Þeir eru sömuleiðis á móti flestum virkjunum og verksmiðjum, sömuleiðis af trúarástæðum. Og í einlægri, kreddufastri trú hefur VG lokað augunum fyrir gjaldmiðilskreppu landsins og telur krónuna duga alveg ágætlega. Kannski kaus rúmlega fimmtungur þjóðarinnar Vinstri græna einmitt til að segja nei við hugmyndum af þessu tagi. En hvernig vilja þessir kjósendur þá koma Íslandi út úr kreppunni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Viðbrögð Vinstri grænna við hugmyndum, sem Fréttablaðið sagði frá í síðustu viku, um að byggð verði upp á Keflavíkurflugvelli miðstöð hollenzks fyrirtækis, sem leigir út óvopnaðar herþotur til þátttöku í heræfingum, hafa verið býsna eindregin. Fyrirtækið er einkarekið og tengist hernaði. Hvort tveggja dugir til að ýta á takka á Vinstri grænum, sem framkallar strax einróma, þvert nei. Vinstri grænir telja því að ekki þurfi að ræða eða skoða málið frekar. Fyrirtækið ECA Programs sé bara vont einka- og herfyrirtæki. En kannski vilja einhverjir aðrir afla sér upplýsinga áður en þeir ákveða sig. Fyrirtækið vill fjárfesta hér á landi fyrir verulegar upphæðir. Það vill skapa um 200 störf, flest fyrir vel menntaða einstaklinga. Á Suðurnesjum er talsverð þekking og reynsla af þjónustu við flugstarfsemi eins og þá, sem fyrirtækið hyggst reka, og hún hentar því vel atvinnulausum Suðurnesjamönnum. Starfsemi fyrirtækisins er ekki hernaðarstarfsemi, enda eru þotur þess óvopnaðar og starfsmennirnir bera ekki vopn. ECA Programs er hins vegar eitt af ótalmörgum fyrirtækjum á Vesturlöndum sem þjónusta hernaðaryfirvöld. Fyrirtækið vinnur eingöngu fyrir heri Atlantshafsbandalagsins og vinveittra ríkja. Ástæðan fyrir því að hernaðaryfirvöld í NATO-ríkjunum sýna starfsemi þess áhuga, er að hún gerir þeim kleift að draga úr kostnaði. Vinstri grænir eru alveg á móti veru Íslands í hernaðarbandalaginu NATO, eins og þeir ítrekuðu fyrir helgina. Það breytir ekki því að meirihluti þjóðarinnar telur Ísland eiga heima í bandalaginu. Og af hverju ætti Ísland þá ekki að hýsa fyrirtæki, sem tengist starfsemi NATO? Hér á landi eru ótal fyrirtæki, sem um árabil þjónustuðu bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli og eru að því leyti ekkert frábrugðin ECA. Eru það vond fyrirtæki? Íslenzk sprotafyrirtæki hafa sum hver þróað vörur, sem nýtast í hernaði. Prímex á Siglufirði framleiðir til að mynda sáraumbúðir með kítósani, unnu úr rækjuskel, sem bandaríski herinn notar. Hafmynd í Kópavogi framleiðir dvergkafbáta, sem eru notaðir í hernaði. Gavia-kafbáturinn þjónar til dæmis hlutverki æfingaskotmarks í heræfingum danska flotans. Eru þetta þá líka vond fyrirtæki? Afstaða Vinstri grænna þarf út af fyrir sig ekki að koma á óvart. Flokkurinn virðist ófær um að taka afstöðu til nýrra atvinnutækifæra út frá öðru en eigin hugmyndafræði. Í trúarhita sínum hafa vinstri grænir þegar afneitað einkaspítala á gamla varnarsvæðinu. Þeir eru sömuleiðis á móti flestum virkjunum og verksmiðjum, sömuleiðis af trúarástæðum. Og í einlægri, kreddufastri trú hefur VG lokað augunum fyrir gjaldmiðilskreppu landsins og telur krónuna duga alveg ágætlega. Kannski kaus rúmlega fimmtungur þjóðarinnar Vinstri græna einmitt til að segja nei við hugmyndum af þessu tagi. En hvernig vilja þessir kjósendur þá koma Íslandi út úr kreppunni?
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun