Formúla 1

Formúlu 1 tímatöku frestað til aðfaranætur sunnudags

Sebastian Vettel hafði lítið að gera í nótt og brá á leik, en tímatökunni var frestað vegna veðurs eftir langa bið.
Sebastian Vettel hafði lítið að gera í nótt og brá á leik, en tímatökunni var frestað vegna veðurs eftir langa bið. Mynd: Getty Images

Tímatökunni fyrir Formúlu 1 mótið í Suzuka í Japan hefur verið frestað til aðfaranætur sunnudags og verður hún 5 klukkutímum áður en kappaksturinn hefst.

Ákvörðun um að blása af tímatökuna var frestað oftar en einu sinni í nótt og áhorfendur á mótsvæðinu biðu í rigningunni og áhorfendur heima í stofu. En á endanum var ljóst að vatnsflaumurinn minnkaði ekkert á brautinni enda rigndi stöðugt.

Öryggisbíllinn fór inn á brautina til að kanna aðstæður og þrátt fyrir að nokkrar tilraunir með að bíða væru gerðar, þá var ákveðið að keyra ekki.

Ekki er ljóst hvernig útsendingum  varðandi tímatökuna í nótt verður háttað á Stöð 2 Sport, en visir.is birtir fréttir um það um leið og það er ljóst. En útsending frá kappakstrinum er kl. 05.30  samkvæmt skipulagðri dagskrá.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×