Formúla 1

Japaninn Kobayashi eldheitur í Formúlu 1

Kamui Kobayahsi á fullri ferð á BMW Sauber, sem trúlega verður endurskírt þegar rétt færi gefst.
Kamui Kobayahsi á fullri ferð á BMW Sauber, sem trúlega verður endurskírt þegar rétt færi gefst. Mynd: Getty Images

Japanski ökumaðurinn Kamui Kobayashi var næst fljótastur á eftir Felipe Massa á æfingu keppnisliða í Valencia í dag. Massa var fljótastur í gær og liðsfélagi Kobayashi, Pedro de la Rosa var með næsta besta tíma á eftir Massa.

Kobayashi vakti athygli í fyrra fyrir spretthörku þegar hann ók í stað Timo Glock hjá Toyota.

Peter Sauber sem keypti BMW Sauber liðið tilbaka af BMW valdi de la Rosa og Kobayashi í lið sitt og blanda reynslu og áfergju jhefur greinilega skilað sér. Lewis Hamilton ók McLaren bílnum í dag og varð þriðji. Þá var Robert Kubica sprettharður á Renault. Reyndar stöðvaðist bíll hans á beina kaflanum af einhverjum orsökum undir lok æfingarinnar.

Tímarnir. Massa 1.11.722, Kovayashi 1.12.426, Hamilton 1.12.256, Kubica 1.12426. Rosberg 1.12.899






Fleiri fréttir

Sjá meira


×