Kubica og Renault í toppslagnum 6. apríl 2010 13:58 Robert Kubica varð fjórði á Sepang brautinni um helgina og er í þéttum hópi ökumanna sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane. Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane.
Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira