Kubica og Renault í toppslagnum 6. apríl 2010 13:58 Robert Kubica varð fjórði á Sepang brautinni um helgina og er í þéttum hópi ökumanna sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira