Þorsteinn Pálsson: Trúin á krónuna 8. maí 2010 07:00 Fjármálaráðherrann beindi athygli sinni að vanda Grikkja á dögunum. Af því tilefni lofsöng hann bæði guð og krónuna eins og hún væri hluti af sköpunarverkinu. Kenning fjármálaráðherra er sú að betra sé að búa við sveigjanlegan gjaldmiðil en sæmilega stöðugan. Þannig megi styrkja útflutningsgreinarnar þegar á þarf að halda með því að lækka gengið. Þetta er rétt að því gefnu að þjóðin ráði í raun og veru skráningu gjaldmiðilsins. Veikleikinn í kenningu fjármálaráðherrans er hins vegar sá að í opnu alþjóðlegu hagkerfi eru það erlend markaðsöfl sem ráða gengi krónunnar. Reynslan hefur sýnt að stjórntæki Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar duga ekki til þess. Pólitískt fullveldi yfir krónunni fæst aðeins með því að loka hagkerfinu eins og gert er um þessar mundir með gjaldeyrishöftum. Sveigjanleiki krónunnar sem erlend markaðsöfl spiluðu á leiddi til þess að fimmtungur af íslenskum heimilum lenti í skuldafjötrum sem þau ráða ekki við. Þetta gerðist ekki í Grikklandi. Áttatíu hundraðshlutar íslenskra fyrirtækja urðu tæknilega gjaldþrota eins og það hefur verið kallað vegna sveigjanleika krónunnar. Ekkert svipað gerðist í Grikklandi. Þegar fjármálaráðherra talar um bættan hag útflutningsgreina sleppir hann að horfa á skuldastöðuna. Fyrir tíma erlendra lána og verðtryggingar mátti brenna skuldir með gengisfellingum. Sá tími er liðinn. Grikkir gátu ekki létt skuldavanda sinn með sveigjanlegri mynt. Í trúarlegri skírskotun fármálaráðherra um ólíka gæfu Íslendinga og Grikkja fólst einfaldlega röng greining á þeim mikla vanda sem báðar þessar þjóðir glíma við.Guðsríki myntkerfa er ekki í nánd Ekkert peningakerfi er svo fullkomið að jafna megi því við guðsríki. Menn geta stjórnað sér bæði vel og illa þó að þeir noti stóra alþjóðlega mynt. Satt best að segja gerir evran kröfu um enn meiri aga við hagstjórn en þar sem menn geta leiðrétt mistök sín með því að rýra eignir og laun almennings með gengisfellingum. Grikkir eru að því leyti í þrengri stöðu en Íslendingar að þeir geta ekki við þessar aðstæður flutt peninga og eignir frá almenningi til útflutningsfyrirtækja með gengislækkun. Það eru líka reiknikúnstir sem auka ekki raunveruleg verðmæti útflutningsins. Sú létta leið er auðveldari til skamms tíma en er oftast verri til lengri tíma. Til framtíðar litið eru Íslendingar því í þrengri stöðu en Grikkir vegna þess að kostnaðurinn við að halda sjálfstæðri mynt kemur fram í hærri vöxtum og gjaldeyrishöftum. Það hamlar raunverulegum hagvexti. Þetta þýðir að Íslendingar geta aðeins bætt samkeppnisstöðu landsins með lægri lífskjörum til frambúðar. Eðlilega hræðast margir evruna í slíkum ólgusjó sem hún er. Sumir efast um að hún haldist á floti. Ástæðulaust er að loka augunum fyrir þessum aðstæðum. Við sitjum hins vegar uppi með gjaldmiðil sem sökk með skelfilegum afleiðingum. Sterkar sjálfstæðar myntir eins og sterlingspundið eiga líka í vök að verjast. Við þurfum fyrst og fremst að huga að því að verða ekki einangrað eyland í peningamálum. Fjármálaráðherrann vill hins vegar af trúarlegum ástæðum fara leið út úr vandanum sem verður almenningi á Íslandi dýrkeyptari en í Grikklandi þegar upp verður staðið. Grísku töfrabrögðin íslenskuð Skuldavandi ríkissjóðs Grikklands hrannaðist upp án þess að samstarfsþjóðirnar í Evrópska myntbandalaginu tækju eftir. Það gerðist með því að grískar ríkisstjórnir fundu hjáleiðir um bókhald ríkissjóðs þegar lán voru tekin til margvíslegra framkvæmda. Ástæða er til að leiða hugann að þessu fyrir þá sök að íslensk stjórnvöld eru að feta sig inn á þessa braut. Nokkur sveitarfélög hafa reynt þetta með misjöfnum árangri. Nú á að fjármagna nýjan Landspítala framhjá bókhaldi ríkissjóðs; sömuleiðis nýja samgöngumiðstöð og mörg verkefni í vegamálum. Sérstakur lögaðili er búinn til milli lífeyrissjóðanna og ríkissjóðs til að taka við lánum þeirra í þessum tilgangi. Félagsmálaráðherra hefur kynnt nýja framkvæmdahrinu vegna hjúkrunarheimila aldraðra. Íbúðalánasjóður verður þar milliliður milli ríkissjóðs og sveitarsjóða. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík og Kópavogi hafa boðað milljarða lántökur með þessum hætti til að örva atvinnu. Að ákveðnu marki má færa rök fyrir framkvæmdum með þessu lagi. Áhættan minnkar ef raunhæf notendagjöld standa undir endurgreiðslum. Þau þrengja hins vegar svigrúm ríkissjóðs til tekjuöflunar. Hér er því mikillar aðgátar þörf. Þetta er hugmyndafræði vogunarsjóðanna. Lánin verða ekki endurgreidd með því einu að lofa guð og krónuna. Óhjákvæmilegt er að fjármálaráðherra geri gleggri grein fyrir því svigrúmi sem hann telur vera til slíkrar einkafjármögnunar til hliðar við bókhald ríkissjóðs. Grísku töfrabrögðin eru víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Fjármálaráðherrann beindi athygli sinni að vanda Grikkja á dögunum. Af því tilefni lofsöng hann bæði guð og krónuna eins og hún væri hluti af sköpunarverkinu. Kenning fjármálaráðherra er sú að betra sé að búa við sveigjanlegan gjaldmiðil en sæmilega stöðugan. Þannig megi styrkja útflutningsgreinarnar þegar á þarf að halda með því að lækka gengið. Þetta er rétt að því gefnu að þjóðin ráði í raun og veru skráningu gjaldmiðilsins. Veikleikinn í kenningu fjármálaráðherrans er hins vegar sá að í opnu alþjóðlegu hagkerfi eru það erlend markaðsöfl sem ráða gengi krónunnar. Reynslan hefur sýnt að stjórntæki Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar duga ekki til þess. Pólitískt fullveldi yfir krónunni fæst aðeins með því að loka hagkerfinu eins og gert er um þessar mundir með gjaldeyrishöftum. Sveigjanleiki krónunnar sem erlend markaðsöfl spiluðu á leiddi til þess að fimmtungur af íslenskum heimilum lenti í skuldafjötrum sem þau ráða ekki við. Þetta gerðist ekki í Grikklandi. Áttatíu hundraðshlutar íslenskra fyrirtækja urðu tæknilega gjaldþrota eins og það hefur verið kallað vegna sveigjanleika krónunnar. Ekkert svipað gerðist í Grikklandi. Þegar fjármálaráðherra talar um bættan hag útflutningsgreina sleppir hann að horfa á skuldastöðuna. Fyrir tíma erlendra lána og verðtryggingar mátti brenna skuldir með gengisfellingum. Sá tími er liðinn. Grikkir gátu ekki létt skuldavanda sinn með sveigjanlegri mynt. Í trúarlegri skírskotun fármálaráðherra um ólíka gæfu Íslendinga og Grikkja fólst einfaldlega röng greining á þeim mikla vanda sem báðar þessar þjóðir glíma við.Guðsríki myntkerfa er ekki í nánd Ekkert peningakerfi er svo fullkomið að jafna megi því við guðsríki. Menn geta stjórnað sér bæði vel og illa þó að þeir noti stóra alþjóðlega mynt. Satt best að segja gerir evran kröfu um enn meiri aga við hagstjórn en þar sem menn geta leiðrétt mistök sín með því að rýra eignir og laun almennings með gengisfellingum. Grikkir eru að því leyti í þrengri stöðu en Íslendingar að þeir geta ekki við þessar aðstæður flutt peninga og eignir frá almenningi til útflutningsfyrirtækja með gengislækkun. Það eru líka reiknikúnstir sem auka ekki raunveruleg verðmæti útflutningsins. Sú létta leið er auðveldari til skamms tíma en er oftast verri til lengri tíma. Til framtíðar litið eru Íslendingar því í þrengri stöðu en Grikkir vegna þess að kostnaðurinn við að halda sjálfstæðri mynt kemur fram í hærri vöxtum og gjaldeyrishöftum. Það hamlar raunverulegum hagvexti. Þetta þýðir að Íslendingar geta aðeins bætt samkeppnisstöðu landsins með lægri lífskjörum til frambúðar. Eðlilega hræðast margir evruna í slíkum ólgusjó sem hún er. Sumir efast um að hún haldist á floti. Ástæðulaust er að loka augunum fyrir þessum aðstæðum. Við sitjum hins vegar uppi með gjaldmiðil sem sökk með skelfilegum afleiðingum. Sterkar sjálfstæðar myntir eins og sterlingspundið eiga líka í vök að verjast. Við þurfum fyrst og fremst að huga að því að verða ekki einangrað eyland í peningamálum. Fjármálaráðherrann vill hins vegar af trúarlegum ástæðum fara leið út úr vandanum sem verður almenningi á Íslandi dýrkeyptari en í Grikklandi þegar upp verður staðið. Grísku töfrabrögðin íslenskuð Skuldavandi ríkissjóðs Grikklands hrannaðist upp án þess að samstarfsþjóðirnar í Evrópska myntbandalaginu tækju eftir. Það gerðist með því að grískar ríkisstjórnir fundu hjáleiðir um bókhald ríkissjóðs þegar lán voru tekin til margvíslegra framkvæmda. Ástæða er til að leiða hugann að þessu fyrir þá sök að íslensk stjórnvöld eru að feta sig inn á þessa braut. Nokkur sveitarfélög hafa reynt þetta með misjöfnum árangri. Nú á að fjármagna nýjan Landspítala framhjá bókhaldi ríkissjóðs; sömuleiðis nýja samgöngumiðstöð og mörg verkefni í vegamálum. Sérstakur lögaðili er búinn til milli lífeyrissjóðanna og ríkissjóðs til að taka við lánum þeirra í þessum tilgangi. Félagsmálaráðherra hefur kynnt nýja framkvæmdahrinu vegna hjúkrunarheimila aldraðra. Íbúðalánasjóður verður þar milliliður milli ríkissjóðs og sveitarsjóða. Frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík og Kópavogi hafa boðað milljarða lántökur með þessum hætti til að örva atvinnu. Að ákveðnu marki má færa rök fyrir framkvæmdum með þessu lagi. Áhættan minnkar ef raunhæf notendagjöld standa undir endurgreiðslum. Þau þrengja hins vegar svigrúm ríkissjóðs til tekjuöflunar. Hér er því mikillar aðgátar þörf. Þetta er hugmyndafræði vogunarsjóðanna. Lánin verða ekki endurgreidd með því einu að lofa guð og krónuna. Óhjákvæmilegt er að fjármálaráðherra geri gleggri grein fyrir því svigrúmi sem hann telur vera til slíkrar einkafjármögnunar til hliðar við bókhald ríkissjóðs. Grísku töfrabrögðin eru víti til varnaðar.