Formúla 1

Gott forskot Ferrari í stigamótinu

Ferrari er með forskot í stigakeppni bílasmiða og ökumanna.
Ferrari er með forskot í stigakeppni bílasmiða og ökumanna. Mynd: Getty Images

Ferrari er með gott forskot í stigamóti keppnisliða eftir fyrsta mótið af 19 á þessu keppnistímabili í Formúlu 1.

Stigagjöfinni hefur verið breytt þannig að fyrsta sæti gefur 7 stig umfram annað sætið, eða 25 stig, síðan 18, 15 og 12 og niður í eitt stig. Ferrari náði fyrsta og öðru sæti í síðustu keppni og er því með 43 stig, McLaren er með 21, Mercedes 18 og Red Bull 16.

Red Bull liðið þykir sterkt um þessar mundir og Sebastsian Vettel var ólánsamur að missa af sigri í fyrsta mótinu. En Fernando Alonso vann og Felipe Massa varð annar sem gerir það að verkum að Ferrari er með gott forskot.

Í keppni ökumanna er Fernando Alonso með 25 stig, Felipe Massa 18, Lewis Hamilton 15, Sebastian Vettel 12 og Nico Rosberg 10, tveimur stigum á undan félaga sínum Michael Schumacher.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×