Nick Heidfeld ráðinn í stað Pedro de la Rosa hjá Sauber 14. september 2010 12:45 Nick Heidfeld mætir aftur í Formúlu 1 með Sauber um aðra helgi. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þjóðverjinn Nick Heidfeld hefur verið ráðinn ökumaður Sauber liðsins við hlið Kamui Kobayashi í stað Pedro de la Rosa. Heidfeld mun aka í fimm síðustu mótum ársins og byrjar í Singapúr um aðra helgi. Vefsetrið autosport.com greindi frá þessu í dag. Heidfeld starfaði á dögunum með Pirelli dekkjaframleiðandanum við prófanir á dekkjum fyrir næsta ár, en hann hafði verið varaökumaður Mercedes á árinu. "Þetta varð erfið ákvörðun og ég er þakklátur Pedro fyrir fagmennsku hans. Með því að ráða Nick (Heidfeld) þá fáum við ökumann sem við þekkjum vel og hann getur hjálpað okkur að meta möguleika bílsins", sagði Peter Sauber eigandi Sauber liðsins. Heidfeld var ökumaður Sauber um sjö ára skeið á árum áður. Pedro de la Rosa sagðist í sjokki yfir ákvörðun Sauber, en kvaðst ætla vera í Formúlu 1 á næsta ári. Hann óskaði Sauber mönnum góðs gengis. Heidfeld er spenntur að takast á við nýtt verkefni. "Ég hlakka brjálæðislega til að keyra góðan bíl aftur í Formúlu 1, frá og með Singapúr mótinu. Ég er ákafari en ella eftir síðustu mánuði. Ég mun finna mig á stað sem ég þekki hjá liðinu og er þakklátur Peter Sauber fyrir að hafa trú á mér", sagði Heidfeld
Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira