Hamilton ætlar sér fleiri sigra 4. júní 2010 15:37 Lewis Hamilton fagnar sigrinum í Tyrklandi með Nicole Scherzinger, Jensob Button og liðsmönnum McLaren. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og um aðra helgi keppir hann í Montreal í Kanada. Ekki hefur verið keppt þar síðan 2007, en þá vann einmitt Hamilton. "Það var afrek að vinna loks sigur á árinu. Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu marki í ár og það var sannkölluð blessun að það tókst. Það var góð tilfinning. Mér fannst ég öflugur alla mótshelgina vissi að ég gat sótt að Red Bull", sagði Hamilton á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hamilton kvaðst mjög þakklátur liðinu og segir að McLaren hafi unnið gott verk alla mótshelgina, bæði innan og utan brautar. "Það eru nærri 10 mót síðan ég vann síðast, en það er allt í lagi. Flestir ökumenn yrðu ánægðir engu að síður. Hjá sumum líða 20, 50 eða 100 mót milli sigra. Ég er þakklátur fyrir mína stöðu. Ég er sannfærður um að við náum fleiri sigrum með sama hugarfari." "Við förum til Kanada fullir ákefðar og ég finn stígandann í liðinu. Ég fann það sama árið 2008 og veit að við getum náð góðum árangri saman á næstu sex mánuðum", sagði Hamilton. Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann sinn fyrsta sigur um síðustu helgi og um aðra helgi keppir hann í Montreal í Kanada. Ekki hefur verið keppt þar síðan 2007, en þá vann einmitt Hamilton. "Það var afrek að vinna loks sigur á árinu. Ég er búinn að vinna hörðum höndum að þessu marki í ár og það var sannkölluð blessun að það tókst. Það var góð tilfinning. Mér fannst ég öflugur alla mótshelgina vissi að ég gat sótt að Red Bull", sagði Hamilton á vefsíðu sinni samkvæmt frétt á autosport.com. Hamilton kvaðst mjög þakklátur liðinu og segir að McLaren hafi unnið gott verk alla mótshelgina, bæði innan og utan brautar. "Það eru nærri 10 mót síðan ég vann síðast, en það er allt í lagi. Flestir ökumenn yrðu ánægðir engu að síður. Hjá sumum líða 20, 50 eða 100 mót milli sigra. Ég er þakklátur fyrir mína stöðu. Ég er sannfærður um að við náum fleiri sigrum með sama hugarfari." "Við förum til Kanada fullir ákefðar og ég finn stígandann í liðinu. Ég fann það sama árið 2008 og veit að við getum náð góðum árangri saman á næstu sex mánuðum", sagði Hamilton.
Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira