Formúla 1

Button vill skýra mynd á reglurnar

Jenson Button á blaðamannafundi í Monza í dag.
Jenson Button á blaðamannafundi í Monza í dag. Mynd: Getty Images
Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren telur að FIA verði að endurskoða reglur um liðsskipanir hratt og örugglega, eftir að hafa birt lokaniðurstöðuna um brot Ferrari í þýska kappakstrinum á dögunum. Ferrari var dæmt í fjársekt, en slapp við frekari refsingu. Dómarar í þýska kappakstrinum töldu að Ferrari hefði látið Felipe Massa hleypa Fernando Alonso framúr sér í mótinu, sem er brot á banni bið liðsskipunum. FIA tók málið fyrir í gær og refsaði liðinu ekki umfram 100.000 dala sekt sem liðið var dæmt í á mótsstað. "Það er ekki undir okkur ökumönnum komið hvernig þessi mála fara, heldur FIA sem stjórnar mótum. En það er mikilvægt að við fáum skýra mynd á reglurnar, þannig að við séum allir að vinna með sömu aðferðum", sagði Button um niðurstöðu FIA frá því í gær í frétt á autosport.com. Button er meðal fimm ökumanna í slag um meistaratitilinn og 35 stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton. Sex mót eru eftir og næsta keppni á Monza brautinni á Ítalíu um næstu helgi. Þrátt fyrir að vera nokkuð á eftir, þá telur Button að hann eigi enn möguleika á titlinum. "Þetta getur auðveldlega snúist. Forystumaðurinn þarf að ganga illa í einu móti, en það er nauðsynlegt að stefna á sigur í hverju móti sem eftir er. Þetta er aldrei búið fyrir öll stigin hafa verið tekinn til greina og þetta er galopið ennþá." "Ég tel að við séum í sterkri stöðu og bíllinn virkar vel og var fljótastur á Spa brautinni. Ég er mjög jákvæður fyrir endasprettinn og hræðumst ekki neitt", sagði Button meðal annars í viðtalinu á autosport.com. Mótið á Monza er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×