Formúla 1

Kubica fljótastur á lokaæfingunni

Robert Kubica hefur ekið vel á öllum æfingum í Suður Kóreu á Renault.
Robert Kubica hefur ekið vel á öllum æfingum í Suður Kóreu á Renault. Mynd: Getty Images/Mark Thompson

Robert Kubica á Renault var fljótastur alllra Formúlulu 1 ökumanna á lokaæfingu keppnisliða á  æfingu í Suður Kóreu í nótt. Hann varð á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Fernando Alonso á Ferrari kom þar á eftir.

Litlu munaði á fremstu ökumönnunum, en Kubica var 48/1000 á undan Hamilton og 72/1000 á undan Alonso.

Alonso var reyndar ósáttur á lokasprettinum þegar hann taldi Nico Rosberg á Mercedes hefði hindrað sig með of hægum akstri. Hugsanlega tapaði hann þar möguleika á enn betri tíma í brautinni.

Sebastian Vettel sem er einn af fimm í titilslagnum varð aðeins sextándi á æfingunni, en hann gerði mistök í einum hring undir lokin og tapaði dýrmætum tíma.

Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í opinni dagskrá og hún er endursýnd kl. 12.00.

Tímarnir í nótt

1. Kubica Renault 1m37.354 15 2. Hamilton McLaren-Mercedes 1m37.402 + 0.048 16 3. Alonso Ferrari 1m37.426 + 0.072 15 4. Webber Red Bull-Renault 1m37.441 + 0.087 13 5. Rosberg Mercedes 1m37.629 + 0.275 12 6. Massa Ferrari 1m37.955 + 0.601 16 7. Button McLaren-Mercedes 1m38.419 + 1.065 15 8. Hulkenberg Williams-Cosworth 1m38.501 + 1.147 17 9. Schumacher Mercedes 1m38.630 + 1.276 12 10. Sutil Force India-Mercedes 1m38.632 + 1.278 18 11. Petrov Renault 1m38.668 + 1.314 14 12. Barrichello Williams-Cosworth 1m38.733 + 1.379 16 13. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m39.058 + 1.704 21 14. Kobayashi Sauber-Ferrari 1m39.145 + 1.791 16 15. Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m39.159 + 1.805 21 16. Vettel Red Bull-Renault 1m39.780 + 2.426 9 17. Heidfeld Sauber-Ferrari 1m40.289 + 2.935 17 18. Liuzzi Force India-Mercedes 1m41.591 + 4.237 15 19. Trulli Lotus-Cosworth 1m41.623 + 4.269 15 20. Glock Virgin-Cosworth 1m41.853 + 4.499 17 21. Kovalainen Lotus-Cosworth 1m42.095 + 4.741 19 22. di Grassi Virgin-Cosworth 1m43.111 + 5.757 19 23. Senna HRT-Cosworth 1m43.417 + 6.063 19 24. Yamamoto HRT-Cosworth 1m43.880 + 6.526 20














Fleiri fréttir

Sjá meira


×