Robert Kubica: Silverstone er spennandi braut 6. júlí 2010 10:15 Robert Kubica ekur Renault og er frá Póllandi. Mynd: Getty Images Silverstone kappaksturinn er framundan um næstu helgi á breyttri braut og Robert Kubica hjá Renault bíður spenntur eftir því að takast á við hana. "Silverstone er spennandi braut, mjög erfið og sérstaklega fyrstu sex eða sjö beygjurnar, sem eru mest spennandi á nútíma Formúlu 1 bíl. Flestar eru nærri eknar á nærri fullu eða fullri ferð, það fer eftir vindáttinni. Hver beygjan tekur við af annarri. Það er magnað hve miklum hraða hægt er að halda gegnum þær", sagði Kubica í frétt á f1.com. Búið er að breyta brautinni talsvert frá fyrri árum og þá sérstaklega lokakaflanum. "Ég hef séð nýja hlutann á vefnum og í sjónvarpi þegar Moto GP mótið fór fram. Malbikið virðist ójafnt, en Silverstone er sú braut sem ökumenn eru ánægðir að keyra, því þar má ná 100% út úr bílunum." " Það er erfitt að stilla bílunum upp og að finna gott jafnvægi, því það er mikill munur á lág og háhraða beygjum. Niðurtog yfirbyggingarinnar er mikilvægt og það verður fróðlegt að sjá virkni bílsins eftir breytingar sem við gerðum í síðasta móti", sagði Kubica sem telur að æfingarnar á föstudaginn muni gefa góða mynd af nýrri útfærslu bílsins. Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Silverstone kappaksturinn er framundan um næstu helgi á breyttri braut og Robert Kubica hjá Renault bíður spenntur eftir því að takast á við hana. "Silverstone er spennandi braut, mjög erfið og sérstaklega fyrstu sex eða sjö beygjurnar, sem eru mest spennandi á nútíma Formúlu 1 bíl. Flestar eru nærri eknar á nærri fullu eða fullri ferð, það fer eftir vindáttinni. Hver beygjan tekur við af annarri. Það er magnað hve miklum hraða hægt er að halda gegnum þær", sagði Kubica í frétt á f1.com. Búið er að breyta brautinni talsvert frá fyrri árum og þá sérstaklega lokakaflanum. "Ég hef séð nýja hlutann á vefnum og í sjónvarpi þegar Moto GP mótið fór fram. Malbikið virðist ójafnt, en Silverstone er sú braut sem ökumenn eru ánægðir að keyra, því þar má ná 100% út úr bílunum." " Það er erfitt að stilla bílunum upp og að finna gott jafnvægi, því það er mikill munur á lág og háhraða beygjum. Niðurtog yfirbyggingarinnar er mikilvægt og það verður fróðlegt að sjá virkni bílsins eftir breytingar sem við gerðum í síðasta móti", sagði Kubica sem telur að æfingarnar á föstudaginn muni gefa góða mynd af nýrri útfærslu bílsins.
Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira