Alonso: Red Bull menn mjög fljótir 26. mars 2010 10:04 Fernando Alonso er vinsæll þessa dagana, enda vann hann fyrsta mót ársins og ekur með Ferrari. Mynd: Getty Images Fernando Alonso var í basli á æfingum í morgun og náði ekki að nýta sér þurra braut á seinni æfingu af tveimur, þegar rigningarskvetta truflaði æfinguna oftar en eini sinni. Hann náði aðeins fimmtánda besta tíma og skorti því æfingatíma á brautinni. "Við nýttum fyrri æfinguna vel og öfluðum upplýsinga, en á seinni æfingunni náðum við ekki að keyra eins mikið og við vildum. Sérstaklega ekki á mýkri dekkjunum. Við erum því ekki með þær upplýsingar fyrir kappaksturinn sem við þurfum. En það sama á við alla, þannig að ég hef ekki áhyggjur. Við náðum að gera svona 80% af því sem gera þurfti", sagði Alonso sem vann fyrsta mót ársins. Hann telur að Red Bull liðið sé með öflugasta bílinn, en Ferrari, McLaren og Mercedes komi næst. "Red Bull er fljótasti bíllinn eftir veturinn og fyrsta mótið. Þeir eru mjög, mjög fljótir, en svo eru þrjú lið þar á eftir. Það verður kapphlaup á mili móta að þróa bílanna til að standast slaginn í meistarakeppninni og það mun skipta máli. Mitt lið er eitt það besta í því fagi og því hef ég ekki áhyggjur þó Red Bull menn séu fljótir þessa dagana", sagði Alonso. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fernando Alonso var í basli á æfingum í morgun og náði ekki að nýta sér þurra braut á seinni æfingu af tveimur, þegar rigningarskvetta truflaði æfinguna oftar en eini sinni. Hann náði aðeins fimmtánda besta tíma og skorti því æfingatíma á brautinni. "Við nýttum fyrri æfinguna vel og öfluðum upplýsinga, en á seinni æfingunni náðum við ekki að keyra eins mikið og við vildum. Sérstaklega ekki á mýkri dekkjunum. Við erum því ekki með þær upplýsingar fyrir kappaksturinn sem við þurfum. En það sama á við alla, þannig að ég hef ekki áhyggjur. Við náðum að gera svona 80% af því sem gera þurfti", sagði Alonso sem vann fyrsta mót ársins. Hann telur að Red Bull liðið sé með öflugasta bílinn, en Ferrari, McLaren og Mercedes komi næst. "Red Bull er fljótasti bíllinn eftir veturinn og fyrsta mótið. Þeir eru mjög, mjög fljótir, en svo eru þrjú lið þar á eftir. Það verður kapphlaup á mili móta að þróa bílanna til að standast slaginn í meistarakeppninni og það mun skipta máli. Mitt lið er eitt það besta í því fagi og því hef ég ekki áhyggjur þó Red Bull menn séu fljótir þessa dagana", sagði Alonso.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira