Laus ró hefti framför Schumachers 6. apríl 2010 12:10 Schumacher lenti í vandræðum um helgina og varð að hætta keppni. Mynd: Getty Images Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig. Stigagjöfin hefur reyndar breyst mikið, þannig að góður árangur skilar vænum stigum. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18 og þriðja 15 og svo færri stig eftir því sem neðar dregur. Það er því dýrkeypt að falla úr leik, en að sama skapi eru menn fljótir að vinna sig upp listann ef vel gengur. "Það var synd að ég gat ekki lokið mótinu. Ég hélt fyrst að fjöðrunin hefði bilað að aftan, en ró á vinstra afturdekkinu týndist. Bíllinn var hálf stjórnlaus í sjöttu beygju og ég gat varla stýrt honum og hann dreif ekki áfram", sagði Schumacher. "Þetta var óvenjulegt og gerðist aldrei á æfingum og þetta er eitthvað sem þarf að skoðast. Ég vildi ljúka mótinu og tel ég hefði getað gert vel. En svona er kappakstur og ekkert hægt að æsa sig yfir þessu. Ég er ánægður fyrir hönd Nico, sem komst á verðlaunapall og það var gott fyrir liðið", sagði Schumacher. Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Michael Schumacher reið ekki feitum hesti frá Formúlu 1 mótinu í Malasíu á sunnudaginn. Hann féll úr leik eftir að ró á afturdekki losnaði og er aðeins með 9 stig í stigamótinu, á meðan Felipe Massa sem er fremstur er með 39 og þéttur hópur manna með yfir 30 stig. Stigagjöfin hefur reyndar breyst mikið, þannig að góður árangur skilar vænum stigum. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18 og þriðja 15 og svo færri stig eftir því sem neðar dregur. Það er því dýrkeypt að falla úr leik, en að sama skapi eru menn fljótir að vinna sig upp listann ef vel gengur. "Það var synd að ég gat ekki lokið mótinu. Ég hélt fyrst að fjöðrunin hefði bilað að aftan, en ró á vinstra afturdekkinu týndist. Bíllinn var hálf stjórnlaus í sjöttu beygju og ég gat varla stýrt honum og hann dreif ekki áfram", sagði Schumacher. "Þetta var óvenjulegt og gerðist aldrei á æfingum og þetta er eitthvað sem þarf að skoðast. Ég vildi ljúka mótinu og tel ég hefði getað gert vel. En svona er kappakstur og ekkert hægt að æsa sig yfir þessu. Ég er ánægður fyrir hönd Nico, sem komst á verðlaunapall og það var gott fyrir liðið", sagði Schumacher.
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira