Engir örðugleikar milli Schumacher og Rosberg 25. mars 2010 10:38 Michael Schumacher og Nico Rosberg vinna vel saman hjá Mercedes, þó sumir blaðamenn vilji kannski etja þeim saman að sögn Rosbergs til að skapa spennandi fyrirsagnir. mynd: Getty Images Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg segist gæta orða sinna sem liðsfélagi Michael Schumacher þar sem hætt sé við því að orð hans sé mistúlkuð af pressunni, til að búa til spennandi fréttir. Hann segist sakna þess að geta ekki sagt hvað sem er um tilveruna, þar sem því geti verið snúið á hvolf. Þetta fylgir því að vera liðsfélagi margfalds meistara, en samskipti þeirra hafa hins vegar verið afburðar góð og ekki yfir neinu að kvarta. Mercedes lið þeirra félaga keppir í Melbourne í Ástralíu um helgina. „Því miður þarf ég nú að tala gætilega svo það verði ekki mistúlkað. Ég vil ekki skapa æsandi fyrirsagnir og það er reyndar ekki minn karakter. Ég er í góðri stöðu að vera liðsfélagi Schumachers. Ef ég er fyrir aftan hann, þá þykir það eðlliegt, ef ég er á undan, þá er ég að standa mig vel og ég er viss um að ég á eftir að standa mig vel á árinu," sagði Rosberg. Mikil umfjöllun hefur fylgt endurkomu Schumachers og að sumu leyti hefur það verið heppilegt fyrir Rosberg, sem fær kannski meiri vinnufrið. En á stundum líka athygli sem liðsfélagi sjöfalds meistara og því borin saman við hann. Rosberg var á undan Schumacher í fyrsta móti ársins, en hefði viljað komast ofar en í fimmta sæti. Bíll Rosberg og Schumachers er undirstýrður og það hentar ekki akstursstíl Rosbergs, né heldur Schumachers. Þeir eru að vinna í að breyta bílnum til betri vegar. Schumacher naut sérþjónustu þegar hann var hjá Ferrari og Rubens Barrichello kvartaði yfir þessu á sínum tíma. En Rosberg kann vel við samskipti þeirra tveggja og það hallar á hvorugan í samskiptum við Mercedes liðið, en Ross Brawn stýrir gangi mála og var einmitt náin samstarfsmaður Schumachers hjá Ferrari. „Það hefur allt gengið eins og í sögu. Schumacher er opinnskár og vingjarnlegur og er ekkert að vinna að því að rústa mér sem liðsfélaga. Hann er afslappaður og það breytti engu þó ég kæmi á undan honum í endamark í fyrsta móti ársins. Við erum sterkir saman og vinnum með liðinu að þróa bílinn. Þá erum við á sömu skoðun um hvað þarf að gera og það hjálpar liðinu", sagði Rosberg.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira